07 feb. 2019

Umsóknir orlofshúsa um páska

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar orlofshúsa um páska er til og með 4. mars. Tímabil páskaleigu er 15. apríl – 22. apríl 2019, þ.e. frá mánudegi til mánudags.

Páskatímabilinu er úthlutað í einu tímabili og fyrrum St.Rv. félagar hafa einungis aðgang að húsum St.Rv. Sameining orlofskerfisins tekur lengri tíma en svo að okkur takist að ljúka henni fyrir páskaúthlutun.

Sækja þarf um á vef St.Rv. í gegnum Orlofsvefinn. Þar eru einnig upplýsingar um orlofshúsin sem í boði eru. Niðurstaða úthlutunar liggur fyrir í lok dags 5. mars. Svar við umsókn berst á það netfang sem skráð er við umsókn. Mjög mikilvægt er að vanda innskráninguna til þess að svörin við umsókn berist hratt og vel.