04 2019

Úthlutun orlofshúsa og Spánn í haust

30 apr. 2019

Verið er að vinna úr umsóknum um sumarúthlutanir í orlofshús félagsins og munu þeir sem sóttu um eiga von á tölvupósti síðar í dag. Þar sem við erum að gera þetta sameiginlega í fyrsta sinn hefur úthlutunin tekið örlítið lengri tíma en vanalega og biðjumst við velvirðingar á því.

Trúnaðarmenn og fulltrúar funda

30 apr. 2019

Trúnaðarmenn og fulltrúar Sameykis funduðu í Gullhömrum í gær. Á fundinum fjallaði Björn Traustason um stöðu verkefna hjá íbúðafélaginu Bjargi og Eva Sigrún Guðjónsdóttir fjallaði um niðurstöðu MA rannsóknar sinnar um Stofnun ársins, en hún hlaut styrk til rannsóknarinnar á síðasta ári.

Trúnaðarmenn og fulltrúar funda

1. maí er okkar dagur!

30 apr. 2019

1. maí er alþjóðlegur baráttudagur launafólks. Með þátttöku í baráttufundum minnum við á kjarabaráttuna okkar sem nú stendur yfir og sýnum atvinnurekendum að launafólk stendur saman í baráttunni fyrir betri framtíð.

1. maí er okkar dagur!

Sameyki endurgreiðir ónotuð WOW gjafabréf

24 apr. 2019

Stjórn Sameykis hefur tekið ákvörðun um að þeir félagsmenn Sameykis sem keyptu hjá okkur gjafabréf frá WOW air á tímabilinu 28. mars 2018 til 28. mars 2019 og gátu ekki nýtt bréfin eða flugferðina sem keypt var fyrir gjafabréfin, vegna gjaldþrots WOW, geta sótt um að fá þau endurgreidd hjá Sameyki.

Mikil gleði á Páskabingói

17 apr. 2019

Skemmtilegt og fjölmennt páskaeggjabingó Sameykis fór fram um helgina á Grettisgötu 89. Þar komu saman um 100 manns, börn og fullorðnir sem skemmtu sér saman og spiluðu bingó og fjölmargir fóru heim með páskaegg af öllum stærðum.

Mikil gleði á Páskabingói

Stofnfundur lífeyrisdeildar Sameykis

12 apr. 2019

Afar fjölmennur stofnfundur Lífeyrisdeildar Sameykis var haldinn 11. apríl síðastliðinn, en á fundinn komu rúmlega 80 manns. Þar voru lögð fram drög að starfsreglum deildarinnar til samþykktar. Kosin var 7 manna stjórn og formaður.

Stofnfundur lífeyrisdeildar Sameykis

Háskóladeild Sameykis stofnuð

08 apr. 2019

Háskóladeild Sameykis var stofnuð 4. apríl með pompi og prakt. Á fundinum voru samþykktar starfsreglur deildarinnar sem verða lagðar fyrir stjórn Sameykis til samþykktar til að þær taki gildi. En hlutverk hennar er m.

Háskóladeild Sameykis stofnuð

Orlofsblað Sameykis komið út

08 apr. 2019

Nú ætti orlofsblað Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu að vera að berast félagsmönnum. Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl. Úthlutun lýkur 29. apríl. Dagleiguhús á vefnum 15. maí.

Orlofsblað Sameykis komið út

Kjarasamningar

04 apr. 2019

Sameyki hefur undanfarnar vikur átt í viðræðum við viðsemjendur sína, en flestir samningar voru lausir 31. mars síðastliðinn. Samninganefndir okkar hafa fundað með fulltrúum ríkis, Reykjavíkurborgar, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Orkuveitunnar, Isavia o.

Kjarasamningar

Ályktanir aðalfundar

01 apr. 2019

Framhaldsaðalfundur Sameykis sem haldinn var þann 28. mars síðastliðinn, fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktanir: Skattkerfið og ójöfnuður Aðalfundur Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu vill brýna ríkisstjórnina til þess að vinna að því að skattkerfið sé nýtt sem jöfnunartæki.

Ályktanir aðalfundar