08 apr. 2019

Háskóladeild Sameykis stofnuð

Háskóladeild Sameykis var stofnuð 4. apríl með pompi og prakt. Á fundinum voru samþykktar starfsreglur deildarinnar sem verða lagðar fyrir stjórn Sameykis til samþykktar til að þær taki gildi. En hlutverk hennar er m.a. samkvæmt lögum Sameykis að fjalla um hagsmuna- og sérmál er varða réttindi og kjör félagsmanna með háskólamenntun.

Baldur Vignir Karlsson, Landspítala var kosinn formaður en í stjórn deildarinnar eru þau Bryndís Thedórsdóttir, Vinnumálastofnun, Bryngeir A. Bryngeirsson, Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ, Egill Kristján Björnsson, Fangelsismálastofnun, Elva Hrund Þórisdóttir, forstöðumaður frístundaheimilis, Kristín Hauksdóttir, Borgarsögusafni  og María Sjöfn Árnadóttir, Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Varamenn eru þær Guðríður Sigurbjörnsdóttir, Borgarbókasafni og Birna Björnsdóttir, Sjúkraliðafélaginu.

Við óskum háskóladeildinni til hamingju með sterka stjórn og hlökkum til að sjá deildina stækka og blómstra. Búast má við því að á næstu vikum verði farið af stað af kappi að kynna deildina vel meðal félagsmanna og útbúa skráningu.

stofnfundur háskóladeildar.jpg