17 apr. 2019

Mikil gleði á Páskabingói

Skemmtilegt og fjölmennt páskaeggjabingó Sameykis fór fram um helgina á Grettisgötu 89. Þar komu saman um 100 manns, börn og fullorðnir sem skemmtu sér saman og spiluðu bingó og fjölmargir fóru heim með páskaegg af öllum stærðum. Rut Ragnarsdóttir var bingóstjóri og spilað var eftir alls konar kúnstum. Börnin lásu brandara á milli atriði og gleðin var mikil eins og myndirnar sýna.

IMG_3109.JPG
Rut Ragnarsdóttir stjórnarkona í Sameyki stýrði bingóinu af mikilli snilld og  Lára Júlíusdóttir rúllaði bingóvélinni.