24 apr. 2019

Sameyki endurgreiðir ónotuð WOW gjafabréf

Stjórn Sameykis hefur tekið ákvörðun um að þeir félagsmenn Sameykis sem keyptu hjá okkur gjafabréf frá WOW air á tímabilinu 28. mars 2018 til 28. mars 2019 og gátu ekki nýtt bréfin eða flugferðina sem keypt var fyrir gjafabréfin, vegna gjaldþrots WOW, geta sótt um að fá þau endurgreidd hjá Sameyki.

Um leið og upplýsingar frá skiptastjóra WOW um hvaða gjafabréfakóðar eru ónýttir af þeim sem við seldum munum við opna gátt hér á vefnum þar sem fólk getur slegið inn kóðann og óskað eftir endurgreiðslu. Einnig verður hægt að fá endurgreitt gjafabréf sem notað hefur verið til að kaupa flugmiða svo fremur sem þeir eru ónýttir, en þá þarf að senda miðann og gjafabréfið sem hann var keyptur með til félagins með umsókn.