05 2019

Uppsagnir hjá Isavia

28 maí 2019

Isavia hefur í dag sagt upp hópi starfsmanna sem starfa á Keflavíkurflugvelli við öryggisleit og farþegaþjónustu. Flestir starfsmannanna eru félagsmenn Sameykis og félagið hefur verið í viðræðum við Isavia um málið.

Orlofsuppbót í júní

27 maí 2019

Orlofsuppbót verður greidd út með launum 1. júní hjá félagsmönnum sem starfa hjá ríki, Reykjavíkurborg og fleirum. Ríki og Reykjavíkurborg munu greiða 50.000 kr. eða sömu krónutölu og samið var um á almennum markaði.

Nýjar íbúðir í Hraunbæ

24 maí 2019

Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson sem jafnframt er stjórnarformaður Íbúðafélagsins Bjargs tók ásamt Degi Eggertssyni borgarstjóra og fulltrúum Bjargs og ÍAV nú í dag skóflustungu að nýjum íbúðum í Hraunbæ í Reykjavík.

Nýjar íbúðir í Hraunbæ

Sumarferð Lífeyrisdeildar

23 maí 2019

Sumarferð félaga í lífeyrisdeild / eftirlaunadeild Sameykis verður á sínum stað í sumar. Að þessu sinni verða farnar tvær ferðir í Hvalfjörð og Borgarfjörð. Ferðirnar eru alveg eins og í báðum ferðum verðum við með tvær stórar rútur.

Sumarferð Lífeyrisdeildar

Viðræður Samninganefnda Sameykis

22 maí 2019

Viðræður eru hafnar við flesta viðsemjendur Sameykis. Þeir stærstu eru ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þó nokkrir fundir hafa verið haldnir og viðræðurnar hafa snúist um styttingu vinnuvikunnar, launaliði og auk ýmissa réttindamála.

Viðræður Samninganefnda Sameykis

BSRB í viðræðum um styttingu vinnuvikunnar

22 maí 2019

Viðræðunefnd BSRB sem hefur samningsumboð aðildarfélaga bandalagsins til þess að fjalla um styttingu vinnuvikunnar hefur fundað síðustu vikur með stærstu viðsemjendum, þ.e. bæði ríki, Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

BSRB í viðræðum um styttingu vinnuvikunnar

Er allt að kafna úr stressi í vinnunni?

21 maí 2019

Spurningunni í þessari yfirskrift málþings Sameykis sem haldið var í tengslum við Stofnun ársins í gær geta því miður margir svarað játandi. Könnun Sameykis sýnir að mun fleiri upplifa álag og streitueinkenni nú en áður og því var ákveðið að bjóða forstöðumönnum stofnana, mannauðsstjórum og fulltrúum Sameykis og annarra opinberra stéttarfélaga á málþing um efnið.

Er allt að kafna úr stressi í vinnunni?

Sameyki styrkir mannauðsrannsóknir

16 maí 2019

Bryndís Theódórsdóttir MA nemi í opinberri stjórnsýslu hlaut í gær styrk frá Sameyki stéttarfélagi upp á 750 þúsund til þess að rannsaka tengsl vinnuumhverfis og veikindafjarvista kvenna hjá ríkinu. Til þessa mun hún nýta niðurstöður úr könnununum um Stofnun ársins síðastliðin ár og að bera saman þær niðurstöður við veikindafjarvistir starfsmanna sömu stofnana og skoða hvort fylgni sé á milli einhverra þátta og fjölda veikindadaga.

Sameyki styrkir mannauðsrannsóknir

Til hamingju Ísland - Stofnanir ársins eru ...

15 maí 2019

Valið á Stofnun ársins 2019 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica fyrr í dag en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna.

Til hamingju Ísland - Stofnanir ársins eru ...

Opnað fyrir dagleiguhús 15. maí

14 maí 2019

Þann 15. maí kl. 9:00 opnar fyrir dagleiguhús í sumar auk þeirra húsa sem ekki gengu út við úthlutun. Nú geta allir bókað í þessi hús beint á orlofsvefnum. Þetta eru m.a. orlofshús og íbúðir félagsins í Vaðnesi, Eiðum, Úlfljótsvatni, Munaðarnesi, Akureyri og Reykjavík.

Opnað fyrir dagleiguhús 15. maí