Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Metfjöldi umsókna hjá VIRK á síðasta ári

07 jan. 2019

Aukin ásókn í þjónustuna er áhyggjuefni segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK. Alls sóttu 1.961 einstaklingar um starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði á síðasta ári og hefur fjöldinn aldrei verið meiri.

Námskeið um lífeyrismál við starfslok

04 jan. 2019

Boðið verður upp á námskeið um lífeyrismál við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar miðvikudaginn 23. janúar næst komandi.

Dagbók

03 jan. 2019

Við bendum á að það eru villur í nýju dagbókinni okkar, Konudagurinn er sagður vera 17. febrúar en hið rétta er að hann er 24. febrúar og Bóndadagurinn hefur sömuleiðis ekki ratað á réttan stað, hann er ekki 18. janúar heldur þann 25.  Við biðjumst velvirðingar á þessu.

Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 2019

02 jan. 2019

Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 2019 verður haldinn laugardaginn 26. janúar 2019 kl. 11.30 á Hilton Nordica hóteli, 2. hæð salur I. Í allsherjaratkvæðagreiðslu 9. nóvember 2018 var samþykkt að sameina Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélag.

Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 2019

GLEÐILEG JÓL

21 des. 2018

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar óskar félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Félagið vill þakka fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

GLEÐILEG JÓL

Blað stéttarfélaganna

19 des. 2018

Nú ætti Blað stéttarfélaganna að fara að berast til félagsmanna. Blaðið er að venju stútfullt af góðu efni. Þar má meðal annars lesa um sameiningu félaganna og þá vinnu sem verið er að inna af hendi vegna hennar.

Blað stéttarfélaganna

Dagbók 2019

19 des. 2018

Nú fer dagbók fyrir árið 2019 að detta í hús og félagsmenn geta annað hvort sótt dagbók á skrifstofu félagsins á Grettisgötu 89, eða óskað eftir að fá hana senda í pósti. Bókin er gefin út sameiginlega af Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélagi.

Samkeppni um nafn

11 des. 2018

Það er mikilvægt að félagsmenn taki þátt í sem flestu um nýja félagið. Þess vegna var ákveðið að blása til samkeppni meðal allra félagsmanna St.Rv. og SFR um nafn. Skilafrestur vegna hugmynda að nýju nafni er 14. janúar 2019.Dómnefnd fer yfir hugmyndirnar og velur besta nafnið.

Samkeppni um nafn

Gleðin við völd

10 des. 2018

Gleðin var við völd á árlegu jólaballi St.Rv. og SFR í Gullhömrum síðastliðinn laugardag. Dansað var í kringum jólatréð og sungið dátt með jólasveinunum sem létu sitt ekki eftir liggja og settust á gólfið, þrátt fyrir að vera stirðir, til að geta talað við börnin.

Gleðin við völd