Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Kjarasamningur samþykktur með 99% greiddra atkvæða

12 jan. 2006

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við Strætó bs. fór fram í kjölfar kynningafunda. Kjarasamningurinn var samþykktur  með 99% greiddra atkvæða. Eitt atkvæði á móti og eitt autt.

Kjarasamningur við Faxaflóahafnir samþykktur

10 jan. 2006

Kynningafundur var haldinn í gær mánudaginn 9. janúar með félagsmönnum sem starfa hjá Faxaflóahöfnum. Í kjölfar kynningar var samningurinn borinn undir atkvæði. 67% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslu um samninginn og var hann samþykktur með öllum atkvæðum.

Kjarasamningur við Strætó bs

09 jan. 2006

Ásgeir forstjóri Strætó og Sjöfn formaður St.Rv. undirrita kjarasamninginn. Báðar samninganefndirnar undirrita kjarasamninginn.

Söguleg stund!

06 jan. 2006

Fyrsti sjálfstæði kjarasamningur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sf. var undirritaður í gær, 5. janúar 2006 í fundarsal hafnarstjórnar. Samningurinn er í öllum meginatriðum sambærilegur nýgerðum kjarasamningi félagsins við Reykjavíkurborg.

Viðræður í gangi

21 des. 2005

Viðræður við Strætó bs, Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafnir eru í fullum gangi og af endurnýjuðum krafti nú eftir að kjarasamningur félagsins við Reykjavíkurborg hefur verið samþykktur og er sá samningur auðvitað lagður til grundvallar af hálfu félagsins í viðræðunum.

Jólaball

20 des. 2005

Starfsmannafélag Reykjavíkubrorgar og SFR- stéttarfélag í almannaþjónustu halda sameiginlegt jólaball, fimmtudaginn 29. desember 2005 kl. 16.00 í Súlnasal Hótel Sögu. Hljómsveitin Saga Klass sér um að halda uppi fjörinu.

Kjarasamningur samþykktur

16 des. 2005

Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning St.Rv. við Reykjavíkurborg liggur nú fyrir. Á kjörskrá voru 2525 manns. Atkvæði greiddu 1025 eða 40% félagsmanna. Samþykkir samningnum voru yfirgnæfandi eða 967 eða 94% þáttakanda.

Kosning um kjarasamninginn

12 des. 2005

Nú eru félagsmenn, starfandi hjá Reykjavíkurborg væntanlega búnir að fá senda í pósti kynning á nýgerðum kjarasamningi við Reykjavíkurborg ásamt kjörseðli. Félagsmenn eru hvattir til þess að taka þátt í kosningunni.

Kynningafundur í tónabæ

09 des. 2005

Á mánudaginn 12 desember verður kynningarfundur á nýundirrituðum kjarasamningi í Tónabæ sérstaklega auglýst fyrir þá starfsmenn sem ekki komust á fyrri fundi.

Kynningar og kosning um kjarasamning

07 des. 2005

Nú er kynning á nýgerðum kjarasamningi í fullum gangi. Hófst kynningin á fundi með Fulltrúaráði og trúnaðarmönnum á Grand hotel í gær, 6. desember,  í dag 7. des. var kynning í ráðhúsi Reykjavíkur, á morgun miðvikudaginn 8. des.