Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

BSRB þing 25.- 27. okt.

25 okt. 2006

41. þing BSRB verður haldið dagana 25. til 27. október á Grand Hóteli í Reykjavík. Þingsetning er kl. 13.00 miðvikudaginn 25. október. Þing BSRB eru haldin þriðja hvert ár. Á þinginu er stefna bandalagsins til næstu þriggja ára mótuð en þingfulltrúar eru um 220 talsins.

Vinnuverndarvikan í ár tileinkuð ungu fólki

20 okt. 2006

Í tilefni vinnuverndarvikunnar, sem stendur yfir 23. - 27. október, stóðu SFR og St.Rv. sameiginlega fyrir hádegisverðarfróðleik í dag. Ása G. Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri vinnuverndarvikunnar, kynnti markmið og viðburði vikunnar ásamt því að fjalla um mál sem sérstaklega þarf að hafa í huga varðandi ungt fólk á vinnumarkaði.

Stefán Ólafsson með erindi á fulltrúaráðsfundi

20 okt. 2006

Á fulltrúaráðsfundi 18. október sl. flutti dr.Stefán Ólafsson, erindi undir heitinu skattar og og lífskjör almennings.  Þar fór hann yfir hvernig skattbyrði þeirra tekjulægstu í þjóðfélaginu hefur aukist til muna á árunum frá 1995-2004 meðan skattbyrði tekjuhæsta hópsins hefur lækkað töluvert.

„Gott að vita“ námskeið og fyrirlestrar

25 sep. 2006

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar ásamt SFR býður upp á námskeið og fyrirlestra á haustönn fyrir félagsmenn. Fyrirlestrar í hádegi er nýjung að þessu sinni en þeir eru haldnir þriðja föstudag í hverjum mánuði.

Félags- og afsláttarskírteini

15 sep. 2006

Unnið er að gerð nýrra félagsskírteina, en nú þegar eru skírteinin útrunnin, það var hinsvegar óheppilegur tími sem þau runnu út á þar sem erfitt var að ná í eigendur og rekstraraðila sem höfðu veitt okkur afslátt.

Fallið frá stórframkvæmdum að Úlfljótsvatni

31 ágú. 2006

31. ágúst 2006 YFIRLÝSING FRÁ HÓPI FÓLKSSEM LÆTUR SIG NÁTTÚRU OG LÍFRÍKI ÚLFLJÓTSVATNS VARÐA Hópurinn fagnar þeirri ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að draga verulega úr áformum um frístundabyggð við Úlfljótsvatn, úr 6-700 lóðum í 60 lóðir.

Norðurlandamót vagnstjórna í Helsinki

30 ágú. 2006

Keppnislið Ak.St.SVR. Efri röð frá vinstri: Rögnvaldur Jónatansson, Markús Sigurðsson, Steindór Steinþórsson, Þórarinn Söebech, Kjartan Pálmarsson og Sigurjón Guðnason. Neðri röð frá vinstri: Jóhann G Gunnarsson, Kristján Kjartansson og Hörður Tómasson.

Undirritun samkomulags um rekstur símenntunarmiðstöðvar

17 ágú. 2006

Frá undirritun samkomulagsins. Frá vinstri: Garðar Hilmarsson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands, Árni Stefán Jónsson formaður SFR, Ögmundur Jónasson formaður BSRB, Jóhanna Arnórsdóttir framkvæmdastjóri Framvegis, Sölvi Sveinsson skólameistari Verzlunarskólans og Helgi Jóhannsson formaður stjórnar Verzlunarskólans.

Námskeiðsframboð á haustönn hjá Framvegis

17 ágú. 2006

Þungamiðjan í námskeiðahaldi Framvegis á haustönn verður áfram á sviði heilbrigðis- og félagsgreina. Í viðleitni til að koma til móts við aðra hópa sem Framvegis vill þjóna er í boði námskeiðspakki sem kallast Markviss framsetning.