Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg undirritaður

05 des. 2005

Skrifað var undir kjarasamninga  St.Rv. við Reykjavíkurborg nokkru fyrir miðnætti í gærkvöld, sunnudaginn 4. desember í húsakynnum Ríkissáttasemjara.   Nú verður hafist handa við að kynna samninginn fyrir félagsmönnum og undirbúa skriflega allsherjaratkvæðagreiðslu sem fer þannig fram að félagsmenn munu fá send kjörgögn í pósti ásamt upplýsingum um helstu breytingar og nýjungar, sem í kjarasamningnum felast.

Gangur í samningamálum

28 nóv. 2005

Gangur samningaviðræðna 28. nóv. 2005. Hinn 23. þ.m. lagði samninganefnd St.Rv. svar við tilboði borgarinnar um nýjan kjarasamning. Samninganefndin lagði mikla vinnu og metnað í gagntilboðið og hefur hagfræðingur BSRB, Hildigunnur Ólafsdóttir unnið með nefndinni og lagt okkur til útreikninga á einstökum kostnaðarþáttum og tilboðinu í heild.

Samningaviðræður við Reykjavíkurborga

24 nóv. 2005

Kjarasamningsviðræður við Reykjavíkurborg eru í fullum gangi. Síðasti fundur var miðvikudaginn 23. nóvember þar sem samninganefnd St.Rv. svaraði fyrsta tilboði Reykjavíkurborgar og væntum við þess að funda fljótlega aftur.

Hæfnislaun b í framkvæmd

24 nóv. 2005

 Í síðasta kjarasamningi var samið um tvenns konar hæfnislaun það er hæfnislaun a sem eru launaflokkar sem greiddir eru vegna starfsaldurs hjá Reykjavíkurborg ásamt þátttöku í símennun en þeir hafa þegar komið til greiðslu.

Ögmundur svarar fyrir opinbera starfsmenn

16 nóv. 2005

Ögmundur Jónasson formaður BSRB svarar Ingimundi Sigurpálssyni á heimsíðu sinni og segir ömurlegt að þurfa að hlusta á talsmann hálaunahópanna í þjóðfélaginu traktera láglauna- og militekjuhópa með þessum hætti.

Kjarasamningaviðræður í fullum gangi

15 nóv. 2005

Eins og félagsmönnum má vera kunnugt standa nú yfir viðræður við Reykjavíkurborg og Strætó bs. um nýjan kjarasamning. Í byrjun október lagði samninganefnd félagsins fram  meginkröfur félagsins þar sem fyrst og fremst er lögð áhersla á verulega hækkun launa  og fulltrúar borgarinnar kynntu okkur á sama fundi helstu markmið Reykjavíkurborgar.

Vatn fyrir alla -auglýsingaherferð

14 nóv. 2005

Þau samtök sem stóðu að ráðstefnunni Vatn fyrir alla eru nú að undirbúa auglýsingaherferð til að fylgja eftir sameiginlegri yfirlýsingu samtakanna. Frá því að ráðstefnan var haldin hefur Ungmennafélag Íslands bæst í hóp þeirra samtaka sem undirritað hafa yfirlýsinguna og von er á að fleiri samtök geri það.

Ráðstefnan Vatn fyrir alla

27 okt. 2005

Ráðstefna um vatn verður haldin laugardaginn 29. október á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst kl. 13. Ráðstefnan er haldin til að efla lýðræðislega umræðu um vatn sem er takmörkuð auðlind og almannagæði - undirstaða alls lífs og heilbrigðis.

Konur höfum hátt

17 okt. 2005

Baráttuhátíð verður haldin þann 24. október næstkomandi í tilefni af því að þá verða þrjátíu ár liðin frá kvennafrídeginum árið 1975. Heildarsamtök launafólks (ASÍ, BHM, BSRB, KÍ) og mörg kvennasamtök standa saman að undirbúningi og framkvæmd dagsins.