Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Fréttabréf komið út

14 feb. 2005

Fréttabréfið fjallar að mestu leyti um starfsmatið. Rætt er við félagsmenn, verkefisstjóra starfsmatsins og fulltrúa félagsins í starfsmatsnefnd. Námskeið á vegum félagsins er auglýst í blaðinu svo og mörg önnur námskeið sem félagsmenn eiga kost á að sækja bæði á vegum BSRB, Fræðslusetursins Starfsmenntar og fleiri.

Námskeið fyrir félagsmenn "Gott að vita"

31 jan. 2005

Á vorönn býður Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar í samvinnu við SFR upp á  fjölbreytt námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn sína. Dagskráin er að berast félagsmönnum þessa dagana í Fréttabréfi félagsins einnig birtist auglýsing um þau í Fréttablaðinu.

Áfangar í réttindamálum

31 jan. 2005

BSRB, BHM og KÍ undirrituðu 22.desember sl. samkomulag við Reykjavíkurborg,ríki, og launanefnd sveitarfélaga um ýmis réttindamál. Ákveðið var að semja sameiginlega um réttindamálin en samningsrétturinn varðandi kaup og kjör er hjá einstökum aðildarfélögum þessara bandalaga og er ljóst að þau munu ekki semja í heildarsamfloti að þessu sinni.

Mikilvægur og langþráður áfangi í höfn

15 des. 2004

Sjöfn Ingólfsdóttir formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og varaformaður BSRB sagði í dag við undirritun samkomulags sem náðst hefur við Reykjavíkurborg um viðbótarframlag borgarinnar í lífeyrissjóði starfsmanna hennar, að þetta væri mikilvægur og langþráður áfangi.

Stór stund fyrir félagsmálafræðsluna

30 ágú. 2004

Félagsmálaskóli alþýðu og Háskólinn á Akureyri hafa í sameiningu mótað nám á háskólastigi fyrir stjórnarmenn, starfsmenn og trúnaðarmenn verkalýðsfélaga. Námið nær yfir fjórar annir og er mótað með það fyrir augum að það sé hægt að stunda með vinnu.