Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Þátttaka í atkvæðagreiðslu

08 nóv. 2018

Nú í upphafi þriðja dags atkvæðagreiðslu um sameiningu St.Rv. og SFR  hafa um 16% félagsmanna St.Rv. kosið og margir haft samband við skrifstofu félagsins til þess að fá upplýsingar og leiðbeiningar. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að taka þátt og kjósa.

ATKVÆÐAGREIÐSLA UM SAMEININGU FÉLAGA

05 nóv. 2018

Opnað verður fyrir rafræna atkvæðagreiðslu um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags á morgun, þriðjudaginn 6. nóvember kl. 12. Atkvæðagreiðslan stendur til föstudagsins 9. nóvember kl.

Sameinuð stöndum við ....

05 nóv. 2018

Í Fréttablaðinu í dag birtist grein eftir formenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Garðar Hilmarsson og formann SFR stéttarfélags Árna Stefán Jónsson. Þar fjalla þeir um hugmyndir um sameiningu félaganna en sú spurning verður lögð í dóm félagsmanna á næstu dögum.

Opnir félagsfundir 5. nóvember

30 okt. 2018

Ákveðið hefur verið að halda tvo opna félagsfundi, mánudaginn 5. nóvember, fyrri eins og áður auglýst kl. 16.30 og seinni kl. 18. Bætt var við seinni fundi til þess að koma á móts við félagsmenn sem komast ekki fyrr út af vinnu.

Opinn félagsfundur 5. nóvember

29 okt. 2018

Undanfarnar vikur hafa fjölmargir vinnustaðir verið heimsóttir þar sem hugmyndir um sameiningu St.Rv. og SFR hafa verið kynntir félögum í St.Rv.  Mánudaginn 5. nóvember kl. 16.30 verður auk þess haldinn opinn félagsfundur á Grettisgötu 89 1. hæð um málið.

Opinn félagsfundur 5. nóvember

Vinnustaðafundir

26 okt. 2018

Nú hafa verið haldnir rúmlega tuttugu fundir á vinnustöðum félagsmanna til þess að kynna hugmyndir að sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu. Búið er að skipuleggja fjölda funda fram að atkvæðagreiðslu sem verður frá þriðjudeginum 6. nóvember kl.

Vinnustaðafundir

Sviðamessa eftirlaunahóps

25 okt. 2018

Föstudaginn 2. nóvember verður sviðamessa 11. deildar félagsins að Grettisgötu 89, 1 hæð. Hefðbundnar veitingar verða á boðstólnum. Þátttökugjald er 4.000 kr. Húsið opnar kl.18 borðhald hefst kl. 19. Tílkynna þarf þátttöku í síma 525-8330 eða skrá sig hér á síðunni í síðasta lagi 29. október.

Sviðamessa eftirlaunahóps

Sonja Ýr Þorbergsdóttir nýr formaður BSRB

19 okt. 2018

Sonja Ýr Þorbergsdóttir er nýr formaður BSRB, en kjöri til stjórnar bandalagsins er nýlokið á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica. Tveir voru í framboði og hlaut Sonja 86,3 prósent atkvæða þingfulltrúa en Vésteinn Valgarðsson 13,7 prósent.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir nýr formaður BSRB

Öflugt BSRB þing

19 okt. 2018

Stór hópur þingfulltrúa frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar eru á 45. þingi BSRB sem staðið hefur frá því á miðvikudag. Mikil vinna hefur farið fram í málefnahópum og nú er verið að ræða stefnu BSRB til næstu þriggja ára.