Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Málþing um nýja persónuverndarlöggjöf

11 mar. 2019

Föstudaginn 15. mars kl. 13-16 standa Háskólinn á Bifröst og Fræðslusetrið Starfsmennt sameiginlega að málþingi um nýja persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í júlí sl. Málþingið er innlegg í opinbera umræðu um löggjöfina út frá sjónarhorni stjórnsýslunnar og siðfræðinnar.

Skattframtal 2019 - frádráttur á móti styrkjum

11 mar. 2019

Nú fer hver að verða síðastur að skila inn skattframtali og því minnum við félagsmenn sem fengu styrk á árinu 2018 að huga að því hvort heimilt sé að færa kostnað til frádráttar. Styrkir úr starfsmenntunarsjóði og styrktar- og sjúkrasjóði birtast sjálfkrafa á netfamtali þeirra félagsmanna sem fengið hafa slíka styrki.

Skattframtal 2019 - frádráttur á móti styrkjum

Baráttufundur á alþjóðlegum baráttudagi kvenna

07 mar. 2019

Á morgun 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni er blásið til baráttufundar kl. 17-18:30 í Gamla bíói, Ingólfsstræti 2a. Sameyki stéttarfélag stendur fyrir fundinum ásamt fjölmörgum fleiri aðilum.

Baráttufundur á alþjóðlegum baráttudagi kvenna

Í tilefni Alþjóðlegum baráttudegi kvenna

04 mar. 2019

Þegar konur segja frá #Metoo og kraftur samstöðunnar ef yfirskrift fundarins sem verður haldinn á Grand Hóteli fimmtudaginn 7. mars frá kl. 12- 13.  fundurinn veður í salnum Háteigi á fjórðu hæð, hádegisverðurinn kostar  2.800 kr.

Í tilefni Alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Trúnaðarmenn og fulltrúar Sameykis

01 mar. 2019

Fjölmennur fundur trúnaðar- og frulltrúaráðs var í gær í Gullhömrum í Grafarholti. Fundurinn hófst með ávarpi formanns, Árna Stefáni Jónssyni á eftir því var Ágústa Hrönn Gísladóttir forstöðumaður réttindamála hjá LSR lífeyrissjóði með mjög áhugaverða kynningu á lífeyrisréttindum  og breytingum sem urði í sumar á reglum sjóðsins.

Trúnaðarmenn og fulltrúar Sameykis

Undirbúningur kjaraviðræðna

28 feb. 2019

Það var mikill hugur í félögum Sameykis hjá ISAVIA sem fjölmenntu á kjaramálafund ISAVIA sem haldnir voru í gær og í dag. Lífleg umræða var um áherslupunktana sem mikið hafa verið í umræðunni þessa dagana.

Undirbúningur kjaraviðræðna

Könnun á leið til þín!

26 feb. 2019

Næstu daga munu félagsmenn Sameykis fá könnun um Stofnun ársins og launakönnun senda í tölvupósti. Það tekur nokkra daga að ná því að senda út til allra en vonandi verða allir komir með könnunina eftir næstu viku.

Könnun á leið til þín!

Könnunin þín farin af stað!

22 feb. 2019

Næstu daga munu félagsmenn Sameykis fá könnun um Stofnun ársins og launakönnun senda í tölvupósti. Við hvetjum alla til þess að gefa sér tíma til þess að svara henni eins ítarlega og þeir geta. Niðurstöðurnar eru okkur öllum afar mikilvægar og gefa góðar upplýsingar um stöðuna úti á stofnunum, um líðan starfsfólk og fleira.

Skattatillögur ganga ekki nægilega langt

22 feb. 2019

Formannaráð BSRB ályktaði um tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru nýlega. Formannaráðið telur að tillögurnar gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu og harmar hversu litlar lækkanir séu skammtaðar þeim lægst launuðum og hversu seint þær koma til framkvæmda.

Skattatillögur ganga ekki nægilega langt

Aðalfundur Háskóladeildar Sameykis

20 feb. 2019

Háskóladeild Sameykis heldur aðalfund fimmtudaginn 4. apríl kl. 17 þar sem m.a. verður kosin stjórn og samþykktir deildarinnar lagðar fram. Félagið hvetur allt háskólafólk innan félagsins til þess að koma á fundinn og taka þátt í spennandi starfi.