Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Er ekki upplagt að skella sér í bústað!

07 sep. 2018

Vekjum athygli á því að það er laust í bústaði bæði á Úlfljótsvatni og í Munaðarnesi um helgina.Hægt er að ganga frá pöntun í gegn um orlofsvef félagsins og drífa sig af stað eftir vinnudaginn.

Framboð til formanns BSRB

05 sep. 2018

Fram kemur á Vísi að Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, gefur kost á sér til formennsku á þingi bandalagsins sem fram fer í október. Elín Björg Jónsdóttir, sem verið hefur formaður BSRB undanfarin níu ár, tilkynnti stjórn í júní að hún hygðist stíga til hliðar á fyrrnefndu þingi.

Framboð til formanns BSRB

Baráttan um heilbrigðiskerfið

05 sep. 2018

BSRB leggur mikla áherslu á að heilbrigðiskerfið sé rekið af hinu opinbera á réttlátan hátt fyrir skattfé landsmanna. Rannsóknir sýna að þar talar bandalagið fyrir hönd þorra þjóðarinnar. Þrátt fyrir það er vaxandi þrýstingur á stjórnvöld að auka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Veffréttabréf BSRB

29 ágú. 2018

Í veffréttabréfi BSRB er fjallað um mörg áhugaverð málefni. Að þessu sinni er fjallað breytingar á skattakerfinu sem nýtist þeim tekjulægstu, það er fjallað um þau málefni sem eru til úrvinnslu hjá forsætisráðuneytinu og aðilum vinnmarkaðarins og að lokum um íbúðafélagið Bjarg.

Lumar þú á góðri ljósmynd?

16 ágú. 2018

Í maí hefti Blaðs stéttarfélaganna var efnt til Ljósmyndasamkeppni meðal félagsmanna St.Rv. og SFR. Borist hafa margar skemmtilegar myndir en við viljum þó lengja frestinn til að skila örlítið þar sem margir eru nú að koma heim úr sumarleyfi með myndavélar og síma fullar af góðum minningum.

Opnað fyrir bókanir á íbúð á Spáni

16 ágú. 2018

Mánudaginn 20. ágúst kl. 9 verður opnað fyrir bókanir út janúar í íbúð St.Rv. á Spáni. Íbúðin er  við ströndina Los Arelanles de Sol sem er um 13 km fyrir sunnan Alicante og um 10 km frá flugvellinum.

Opnað fyrir bókanir á íbúð á Spáni

Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá Brú lífeyrissjóði

13 ágú. 2018

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 22. ágúst nk.

Þolendur áreitni og ofbeldis leiti sér aðstoðar

07 ágú. 2018

Allt of óalgengt er að þolendur kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum leiti sér aðstoðar. BSRB telur mikilvægt að bæta þekkingu bæði starfsmanna og yfirmanna. Það er sjálfsagður réttur launafólks að búa við gagnkvæma virðingu í samskiptum á vinnustaðnum.

Mikilvægi félagslegs stöðugleika

07 ágú. 2018

Stöðugleiki á vinnumarkaði kemur bæði launafólki og launagreiðendum til góða. Ein af forsendunum fyrir stöðugleika á vinnumarkaði er styrk stjórn í landsmálunum þar sem áherslan er á félagslegan stöðugleika ekki síður en hinn efnahagslega, enda verður annað ekki til án hins.

Ráðstefna norrænna bæjarstarfsmanna

29 jún. 2018

Fulltrúar frá stéttarfélögum bæjarar- og borgarstarfsmanna komu saman á norræna ráðstefnu sem NTR – Nordisk tjenenstemands råd hélt í vikunni. Yfirskrift ráðstefnunnar var Hvernig starfsfólk á opinberum vinnumarkaði þarf að aðlagast á breyttum vinnumarkaði framtíðarinnar.

Ráðstefna norrænna bæjarstarfsmanna