LAUNAKÖNNUN 2007

Í ársbyrjun 2006 hóf stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar vinnu að nýrri stefnumótun fyrir félagið. Af því tilefni var ákveðið að gera könnun meðal félagsmanna til að leita álits þeirra á ýmsum þáttum varðandi starfsemi félagsins. Stjórnin skipaði svo starfshóp á haustdögum sama ár og vann hann að undirbúningi þjónustu- og kjarakönnunar. Hópurinn setti niður markmið með könnuninni og leitaði tilboða. Félaginu bárust tilboð frá Capacent og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og var tilboði Félagsvísindastofnunar tekið,  könnuninni lauk svo 2007.

KJARA- OG ÞJÓNUSTUKÖNNUN 2007