LAUNAKÖNNUN 2012


 

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar tekur nú í annað sinn þátt í kjarakönnun ásamt SFR og VR sem hafa staðið árlega fyrir einni stærstu og veigamestu vinnumarkaðskönnun landsins. Að þessu sinni koma þar að auki flest önnur aðildarfélög BSRB inn í samskonar könnun. Þessi launakönnun er ítarleg þar sem félagsmenn eru spurðir um laun og kjaratengd mál. 

Niðurstöður eru kynntar félagsmönnum bæði í Blaði stéttarfélaganna St.Rv. og SFR og hér á heimasíðunni.

Eins og fram kemur hér að ofan er um að ræða stærstu vinnumarkaðskönnun landsins sem er einstök að því leyti að þar er hægt að bera saman laun í opinbera geiranum bæði ríkisstarfsmanna, borgar og bæjarstarfsmanna og laun á almenna markaðnum. Capacent Gallup var falin framkvæmd og vinnsla könnunarinnar.

Launakönnun St.Rv. veitir mikilvægar upplýsingar um laun og starfsskilyrði félagsmanna. Það er stefna félagsins að fylgja þessari könnun eftir og gera slíka könnun með reglulegum hætti þannig að félagsmenn geti borið laun sín og starfskjör saman á milli ára og fylgst með launaþróuninni.

  • Helstu niðurstöður
  • Launatöflur

    

   Trúnaður Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar áréttar að alger trúnaður ríkir við framkvæmd könnunarinnar. Mjög ströngum reglum er fylgt af Capacent við úrvinnslu gagnanna og geymslu þeirra. Öllum úrtakslistum er síðan eytt þegar niðurstöður hafa verið birtar og verkefni formlega lokið.

    

   Mikilvægt að taka þátt Það skiptir félagsmenn og St.Rv. miklu máli að sem flestir taki þátt í könnuninni. Launakönnunin veitir okkur öllum mikilvægar upplýsingar um þau laun og starfskjör sem félagsmenn okkar búa við. Einnig eru þessar upplýsingar mikilvægar í allri kjarabaráttu en á þeim vettvangi er nauðsynlegt að hafa sem best og nákvæmust gögn til að vinna með. Því hvetjum við alla okkar félagsmenn til að taka þátt. 

   Happadrætti Dregnir voru út vinningshafar úr þátttakendum.