LAUNAKÖNNUN 2015

Launakönnun St.Rv. lítur nú dagsins ljós fimmta árið í röð, en félagið fól Gallup vinnslu könnunarinnar, en félagsmenn voru spurðir um laun sín í febrúar 2015. Á undanförnum árum hefur verið gott samstarf við SFR og VR við vinnslu könnunarinnar. 

Markmið könnunarinnar var tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna kjör félagsmanna og samsetningu launa og í öðru lagi að meta hvort kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hversu mikill hann er. Framkvæmd Hringt var í félagsmenn úr St.Rv. og þeim boðið að taka þátt í könnuninni á netinu. Ef félagsmaður samþykkti þátttöku, var netfang hans tekið niður og könnunin send á netfangið. Ef netfang var fyrirliggjandi var könnunin send beint á það. Ef ekki náðist í félagsmenn eða þeir voru bannmerktir þá var sent bréf sem innihélt slóð og lykilorð að könnuninni. Félagsmenn þurftu þá einungis nettengda tölvu til að geta svarað.