LAUNAKÖNNUN 2018

Þetta er áttunda lauakönnun sem St.Rv lætur Gallup vinna fyrir sig.  SFR og VR eru einnig með launakannanir sem unnar eru af Gallup og birta þau sínar kannanir sem eru samanburðarhæfar við könnun St.Rv. á svipuðum tíma. 

Frá 2017 til 2018 hækkuðu heildarlaun félagsmanna St.Rv. um 8,3% en grunnlaun um 7,4%, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar félagsins. Verðbólga á þessu tímabili mældist 2,4%. Ný launatafla tók í gildi 2017 þar sem aldursþrep voru lögð niður og hækkuðu því félagsmenn yngri en 35 ára nokkuð meir en ella.

Kynbundinn launamunur eykst nokkuð í þessari könnun en hann var í sögulegu lámarki í könnunnin fyrir ári síðan.

heildarlaun.jpg

Markmið könnunarinnar var tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna kjör félagsmanna og samsetningu launa og í öðru lagi að meta hvort kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hversu mikill hann er. Hringt var í félagsmenn úr St.Rv. og þeim boðið að taka þátt í könnuninni á netinu. Ef félagsmaður samþykkti þátttöku, var netfang hans tekið niður og könnunin send á netfangið. Ef netfang var fyrirliggjandi var könnunin send beint á það. Ef ekki náðist í félagsmenn eða þeir voru bannmerktir þá var sent bréf sem innihélt slóð og lykilorð að könnuninni. Félagsmenn þurftu þá einungis nettengda tölvu til að geta svarað.