Stofnun Ársins Borg og Bær 2018

Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2018 voru kynntar, miðvikudaginn 9. maí. Félagsmenn St.Rv. velja nú „Stofnun ársins – Borg og Bær“ í áttunda sinn. Stærsti hópur félagsmanna St.Rv. starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarneskaupstað, ríki og fleirum.

Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags, VR. og St.Rv. auk fjármálaráðuneytisinsins og Félagsbústaða hf. sem tóku þátt í könnuninni fyrir alla starfsmenn.

Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna  á vinnumarkaði. VR hefur útnefnt Fyrirtæki ársins í  21 ár og SFR hefur staðið fyrir vali á Stofnun ársins síðastliðin 12 ár en eins og áður sagði þá er þetta í 8 sinn sem St.Rv. stendur fyrir vali á Stofnun Ársins. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. tækifæri til að bera saman viðhorf félagsmanna sinna og félagsmanna VR og SFR.

Samanburð á einkunnagjöf milli félaga má finna hér

Af hverju Stofnun ársins - Borg og bær?

Könnun sem þessi gefur góða mynd af starfsumhverfi og starfsánægju starfsmanna stofnunar/fyrirtækis. Starfsmenn geta notað niðurstöðurnar til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Einnig er hér ekki síður tækifæri fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir stöðu starfsmannamála í stofnuninni og hvar þeir standa í samanburði við aðra. Það er mikilvægt að stjórnendur taki niðurstöðunum með jákvæðu hugarfari og horfi fyrst og fremst á þessa úttekt sem mikilvægt skref til að hlúa að því sem vel er gert og bæta og breyta því sem betur má fara í starfinu.

Í könnun St.Rv. á Stofnun ársins - Borg og bær er leitað eftir viðhorfi félagsmanna til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnað og hvernig samskiptum er háttað á vinnustaðnum. 28 stofnanir komust á lista í ár og er það nokkur fækkun frá því í fyrra.

Stórar stofnanir – með 50 starfsmenn eða fleiri

Stofnun-arsins-2018_StRv.jpg  

1sæti – Norðlingaskóli

Einkunn: 4,56

Norðlingaskóli náði ekki inn á lista í fyrra en kemur sterkur inn og fer beint í efsta sætið í sínum flokki.   

Skólinn tók til starfa í ágúst 2005 og eru starfsmenn skólans eru um 90 talsins.

Fyrirmyndarstofnun-2018_StRv.jpg

2. sæti –Frístundamiðstöðin Gufunesbær

Einkunn: 4,46

Frístundamiðstöðin Gufunesbær var stofnuð haustið 1998.  Félagsmiðstöðin bætti sig nokkuð í einkunn milli ára en verður samt að sætta sig við annað sætið eins og í fyrra.  

Hastokkvari-2018_StRv.jpg

3. sæti - Orkuveita Reykjavíkur

Einkunn: 4.43 

Orkuveita Reykjavíkur sef. er móðurfyrirtæki í samstæðu orku- og veitufyrirtækja. Dótturfyrirtæki OR eru VeiturOrka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur. Orkuveitan bætti sig í heildareinkunn en er annað árið í röð í 3. sæti.

Minni stofnanir – með allt að 49 starfsmönnum

Stofnun-arsins-2018_StRv.jpg

1. sæti – Leikskólinn Vallarsel á Akranesi

Einkunn 4.59

Vallarsel er elsti starfandi leikskólinn á Akranesi starfssemi hans hófst árið 1979. Leikskólinn hefur verið í efstu sætum í stofnun ársins frá upphafi þátttöku og er þetta þriðja árið í röð sem skólinn hlýtur titilinn Stofnun Ársins.


Fyrirmyndarstofnun-2018_StRv.jpg

2. sæti - Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar

Einkunn: 4.14

Akurnesingar hafa verið ofarlega í vali á Stofnun Ársins í gegn um árin, lengi vel voru leikskólarnir sem skiptust á efstu sætunum en nú kemur Aðalskrifstofan sterk inn og lendir í 2. sæti þetta árið.

Fyrirmyndarstofnun-2018_StRv.jpg

3. sæti - Borgarsögusafn Reykjavíkur

Einkunn: 4.12

Borgarsögusafn Reykjavíkur er nýtt sameinað safn í eigu Reykvíkinga sem tók til starfa þann 1. júní 2014 en undir það heyra: Árbæjarsafn, Landnámssýningin í Aðalstræti, Sjóminjasafnið í Reykjavík, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Viðey. 

Hástökkvari - hækkar sig mest milli ára

Fyrirmyndarstofnun-2018_StRv.jpg

Barnavernd Reykjavíkur.


Töflur með niðurstöðum:

Niðurstöður úr launakönnunar hluta verða kynntar í september.