Almennt um vinnutíma

Vinnutími
Vinnuskylda starfsmanns í fullu starfi er 40 stundir á viku nema um annað sé sérstaklega samið. 

Dagvinna er unnin á tímabilinu 8 til 17 virka daga.   

Forstöðumanni er heimilt að verða við óskum einstakra starfsmanna um sveigjanlegan vinnutíma á tímabilinu frá 7-18 á virkum dögum með aðkomu samningsaðila.

Yfirvinna er sú vinna sem fer fram utan daglegs vinnutíma eða vaktar og vinna sem unnin umfram vikulega vinnutímaskyldu.  

Starfs-
hlutfall

Daglegur
vinnutími

Vikulegur
vinnutími

Ef kaffitími er
ekki tekinn
greiðist í yfirvinnu *

100%

8:00 klst.

40 klst.

00:35

90%

7:12 klst.

36 klst.

00:31

80%

6:24 klst.   

32 klst.

00:28

70%

5:36 klst.

28 klst.

00:24

60%

4:48 klst.

24 klst.

00:21

50%

4:00 klst.

20 klst.

00:17

40%

3:12 klst.

16 klst.

00:14

30%

2:24 klst.

12 klst.

00:10

Ef starfsmaður tekur kaffitímann, þá fer hann í kaffi á þeim tíma sem er skipulagður innan vinnutíma hans, 15 mín. f.h. og 20. mín e.h. ef vinnutími hans fellur innan skipulagðra kaffitíma.

Matarhlé er 30 mín. og skal vera á milli kl. 11:30 -13:30 það er ekki partur af vinnutíma þannig að ef starfs maður/hópur tekur bæði kaffitíma 35 mín á dag auk 30 mín. matarhlé þá verður vinnutími hans í fullu starfi 8,5 klst. á dag.

Víða tíðkast á vinnustöðum að „selja kaffitímana“ og taka í þess stað 30 mín. hlé í hádegi þá standa 5 mín. út af og starfsmenn fara því 5 mín. fyrr af vinnustað.

*sé starfsmaður beðinn um að vinna í kaffitíma skal greiða fyrir hann með yfirvinnu miðað við starfshlutfall.

Vinnutími vaktavinnufólks
Vaktavinna er vinna sem skipt er niður í vaktir eftir ákveðnu kerfi. Vaktir skulu að jafnaði vera 4-10 klst.

Vaktskrá ber að leggja fram með 6 vikna fyrirvara til skoðunar og vera klár með mánaðarfyrirvara.

Mánaðarlegur vinnutími vaktavinnufólks í fullu starfi er 173,3 stundir og árleg vinnuskilda vaktavinnumanns í fullu starfi er 2080 tímar.

Starfsfólk í vaktavinnu hefur ekki sérstakan matar og kaffitíma en fá greiddar 25 mínútur í yfirvinnu ofan á hverja vakt. Á aukavakt og í yfirvinnu fá vaktavinnustarfsmenn greiddar 12 mínútur ofan á hvern unnin klukkutíma.

Útkall
Útkall er 3 klst. frá 8-24 virka daga og 4 klst. á næturnar, frá 17 á föstudögum, um helgar, og á sérstökum frídögum.

Ef útkalli lýkur innan þriggja tíma frá lokum daglegrar vinnu skal greiða tíman frá lokum daglegrar vinnu til loka útkalls.

Ef daglegur vinnutími hefst innan þriggja klst. frá útkalli skal greiða fyrir tíma frá upphafi útkalls fram til þess tíma er daglegur vinnutími hefst.

Í samningum við Akranes og Seltjarnanes gildir að útkall er 4 klst. allan sólarhringinn

Hvíldartími
Vinnutíma skal haga þannig að á hverju 24 stunda tímabili fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld.

Frávik frá hvíldartímaákvæðinu er heimil á skipulögðum vaktaskiptum en þá má stytta lágmarkshvíld starfsmanna í allt að 8 klst. t.d. þegar skipt er af morgunvakt yfir á næturvakt. Miðað er við að ekki reyni á þetta oftar en einu sinni í viku.

Einnig er heimild fyrir því að skerða 11 tíma hvíldina í að hámarki 8 tíma hvíld við sérstakar aðstæður.
Þær eru:

  • Björgun verðmæta
  • Almannaheill krefst þess
  • Til að halda uppi nauðsynlegri heilbrigðis- eða öryggisþjónustu

Frítökuréttur 
Ef 11 tíma lágmarkshvíld starfsmanns er skert getur komið til frítökuréttar.

Dæmi:
Starfsmaður með almennan vinnutíma frá 8-16 vinnur yfirvinnu til kl. 23 að kvöldi á að samkvæmt reglum um hvíldartíma ekki að mæta til vinnu fyrr en kl. 10 morguninn eftir en fær laun frá kl 8. Ef starfsmaðurinn er beðinn um að mæta kl. 8 þá skapast frítökuréttur sem er 1 1/2 klst. fyrir hverja klukkustund sem 11 tíma hvíldin skerðist. Í þessu dæmi vantar tvo tíma upp á 11 tíma lágmarkshvíldina og því fær starfsmaðurinn 3 klst. í frítökurétt.

Starfsmannafundir
Mikilvægt er fyrir vinnustaði að haldnir séu starfsmannafundir. Það eykur upplýsingaflæði og stillir saman starfsmannahópinn.

Ef t.d. starfsmaður í hlutastarfi og vinnur til kl 12:00 en á að mæta á fund kl. 15:30 þá á að greiða honum yfirvinnu fyrir fundinn.

Starfsmannafundir sem haldnir eru utan vinnutíma eru undaþegnir útkallsgreiðslum hjá Reykjavíkurborg, Akranesi og Seltjarnanesi, ef fundur hefur verið skipulagður með a.m.k. 3 mánaðar fyrirvara er greitt að lágmarki 2 tímar eða svo lengi sem fundur stendur hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Ef fundur er skipulagður með a.m.k. mánaðarfyrirvara hjá Akranes og Seltjarnanesi og Faxaflóahöfnum gildir það sama og með 15 daga fyrirvara hjá Strætó.
Starfsmaður sem er kallaður sérstaklega á starfsmannafund utan síns hefðbundna vinnutíma með skemmri tíma skal að lágmarki fá greidda 3 klst.

Heimilt er samkvæmt réttindum og skyldur opinberra starfsmanna að skylda starfsmenn í yfirvinnu í allt að 1/5 af vikulegri vinnuskyldu.