Upplýsingar um íbúð á Spáni

Íbúðin er  við ströndina Los Arelanles de Sol sem er um 13 km fyrir sunnan við Alicante og í 10 km fjarlægð frá flugvellinum. Íbúðin
er á jarðhæð og er um 70 fm, með gistirými fyrir allt að 7 manns. Við íbúðina eru tveir stórir sólpallar og við húsið er stór garður með aðgangi að sundlaug, leiktækjum fyrir börn, æfingatækjum fyrir fullorðna og  tennisvelli. 

Íbúðin er leigð í viku í senn að jafnaði, en yfir vetrartíma verður gefinn kostur á að leigja hana í allt að tvær vikur. Vegna breytilegra flugáætlana eru sveigjanlegir skiptidagar í vetur.  Verð á vikuleigu með þrifum á íbúð í lok dvalar er 50.000 kr.

Sjá bækling

Bókanir eru á orlofsvef