Veiði og tjaldstæði

Þórisstaðir -  tjaldstæði

Félagsmönnum stendur til boða frí afnot af aðstöðu STJÁ að Þórisstöðum, ásamt mökum þeirra og börnum upp að 16 ára aldri. Aðgangur er að tjaldstæðum í landi Þórisstaða í Svínadal. Þeir sem nota þessa aðstöðu þurfa að geta staðfest að þeir séu félagsmenn í St.Rv. með félagsskírteini. 

Veiðikort

veidikort_2017.jpg

Félagsmönnum St.Rv. býðst að kaupa Veiðikortið á orlofsvef félagsins og á skrifstofu félagsins.Nánari upplýsingar um veiðistaði og fleira má finna á veidikortid.is bæði á íslensku og ensku. 

Útilegukort

utilegukort 2016.jpg

Félagsmönnum St.Rv. býðst að kaupa Útilegukortið á orlofsvef og á skrifstofu félagsins. Útilegukortið gildir á fjölda tjaldstæða á landinu og veitir tveimur fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri, fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins. Þetta gildir eins lengi og tjaldsvæðin eru opin, en þó ekki fleiri en 28 gistinætur á hverju starfsári, annars eru engin takmörk fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði, en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Nánari upplýsingar um kortið og tjaldsvæðin má finna á vef Útilegukortsins. utilegukortid.is