Styrkir og sjóðir

Félagsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar geta sótt um styrki;

     Vegna starfs- og endurmenntuna

Vegna fyrirbyggjandi heilsueflingar og sjúkradagpeninga í Styrktarsjóð BSRB

 • Dagpeningar í veikindum eftir að veikindarétti hjá vinnuveitenda lýkur.
 • Sjúkraþjálfunar / sjúkranudds / hnykklækninga
 • Krabbameinsleitar
 • Áhættuskoðunar hjá Hjartavernd
 • Sálfræði-, félags- og fjölskylduráðgjafar
 • Dvalar á heilsustofnun
 • Líkamsræktar
 • Augnaðgerða og gleraugnakaupa
 • Tannviðgerða
 • Ættleiðingar, glasafrjóvgunar og tæknisæðingar
 • Heyrnartækja
 • Útfararstyrkur

Sex sjóðir eru á vegum félagsins, þ.e. félagssjóður, vinnudeilusjóður, orlofssjóður, starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóður, vísindasjóður og styrktarsjóður BSRB. Um orlofssjóð, starfsmenntunarsjóð, vísindasjóð og styrktarsjóð hefur verið samið í kjarasamningum og eru iðgjaldagreiðslur til þeirra samningsatriði á hverjum tíma.

Iðgjald til félagssjóðs er ákveðið á aðalfundi félagsins ár hvert. Félagssjóður stendur undir öllum rekstri félagsins, hluti sjóðsins fer í rekstur BSRB og ákveðið er á aðalfundi hlutfall sem fer í vinnudeilusjóð, en úr vinnudeilusjóði, er m.a. úthlutað til félagsmanna í kjaradeilum.