Vísindasjóður

Vísindasjóður starfar samkvæmt reglugerð sem  er að finna í kjarasamningi félagsins. Markmið sjóðsins er að auka tækifæri sjóðsfélaga til framhalsdsmenntunar, endurmenntunar, rannsókna og þróunarstarfa. Sjóðurinn greiðir styrki til er að stuðla að aukinni starfs- og endurmenntun félagsmanna. Stjórnir sjóðanna meta umsóknir og úthluta styrkjum.

Vísindasjóður HM-manna hefur það að markmiði að styrkja háskólamenntaða félagsmenn til endurmenntunar og rannsóknastarfa, en þeir einir eiga aðild að sjóðnum. Vísindasjóður starfar samkvæmt reglum og starfsreglum.

Athugið að ekki má slá inn punkta, kommur, bandstrik eða bókstafi í eftirfarandi hólf: -Upphæð reiknings, -Starfsaldur, -Starfshlutfall. Þar má aðeins slá inn tölustafi.

Það er úthlutað úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári, skila þarf inn umsóknum fyrir 15. Janúar, 15. maí eða 15. september. Ákvarðanir um styrkveitingar skulu liggja fyrir í síðasta lagi 31. janúar, 31. maí og 30. september.