Um félagið

vor 2016 082.JPG

Frá upphafi hefur helsta verkefni St.Rv. verið að berjast fyrir bættum kjörum og atvinnuöryggi félagsmanna.

Á sama tíma hefur baráttan fyrir margs konar réttindamálum einkum farið fram á vettvangi heildarsamtakanna, BSRB.

Félagið var stofnað 17. janúar 1926 og voru stofnfélagar 68, þar af einungis þrjár konur. Þessir starfsmenn Reykjavíkurbæjar gegndu margvíslegum störfum, voru lögregluþjónar, hreinsunar- og gasmenn, gjaldkerar og skrifarar svo eitthvað sé nefnt.

Tímarnir hafa breyst og margar stéttir sem áður tilheyrðu St.Rv. hafa stofnað eigin fagfélög, s.s. slökkviliðsmenn, sjúkraliðar, þroskaþjálfar og leikskólakennarar. En þjónusta borgarinnar hefur að sama skapi aukist og íbúum fjölgað og því eru eru félagsmenn St.Rv. orðnir tæplega fimm þúsund, þar af eru um 600 þeirra eftirlaunaþegar.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um félagsaðild, ef starfsmenn eru ráðnir á kjarasamning St.Rv. en þegar starfsmenn ljúka störfum og fara á eftirlaun þurfa þeir að sækja um aðild.

Árið 2007 sameinuðust St.Rv. og Starfsmannafélag Akraness. Í upphafi árs 2013 sameinaðist Starfsmannafélag Seltjarnarness og St.Rv. undir nafni Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Viðsemjendur félagsins í dag eru auk Reykjavíkurborgar; Strætó bs., Orkuveitan sf, Faxaflóahafnir sf, Fjármálaráðuneytið f.h. ríkissjóðs, Akraneskaupstaður, Seltjarnarnesbær, Félagsbústaðir, Innheimtustofnun Sveitarfélaga og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.