Allt sem þú vilt vita um samstarf og sameiningu St.Rv. og SFR

Samruni_forsidumynd_SFR_B.jpg


Rafræn atkvæðagreiðsla hefst kl. 12 þriðjudaginn 6. nóvember og stendur til kl. 12 föstudaginn 9. nóvember 2018

(See also in English )

Atkvæðagreiðslu er lokið og sameining félaganna var samþykkt hjá félagsmönnum beggja félaga.

__________________________________________________________

SAMANBURÐUR Á ST.RV. OG SFR
SAMANBURÐUR Á FÉLÖGUNUM - félagafjöldi, félagssvæði, viðsemjendur o.fl.

RÉTTINDIN HALDAST
Félagsmenn verða á sömu kjarasamningum og fyrir sameiningu og halda sínum kjarasamningsbundnu réttindum. Allir félagsmenn halda þeim félagslegu réttindum sem þeir hafa áunnið sér í sínu stéttarfélagi. Þetta á jafnt við um réttindi til styrkja í sjóðum félaganna og orlofspunkta.

SAMSTARF
Samstarf félaganna hefur verið afar mikið síðustu 20 árin. Félögin hafa m.a. boðið upp á sameiginlega trúnaðarmannafræðslu í rúmlega 20 ár,  Gott að vita námskeiða fyrir félagsmenn og ýmissa viðburði á síðari árum. Þá er Blað stéttarfélaganna gefið út af báðum félögum auk þess sem þau vinna saman að Stofnun ársins og árlegri launakönnun. Kynntu þér sögu samstarfsins hér. Saga samstarfs félaganna - Blað stéttarfélaganna 4. tbl. 2017

ÚTTEKT Á HAGKVÆMNI
Félögin létu gera úttekt þar sem kanna átti hagkvæmni aukins samstarfs eða sameiningar félaganna. Úttektina vann Gylfi Dalmann dósent í Viðskiptafræðideild HÍ. Hér geturðu lesið greinargerð Gylfa: Greinargerð um hagkvæmni aukins samstarfs eða sameiningar.

SAMTALIÐ VIÐ FÉLAGSMENN
Síðastliðinn vetur var boðið til fjölda morgunverðarfunda með félagsmönnum víða um land. Umræðuefnið var meðal annars samstarf og sameining félaganna. Hér er hægt að skoða glærunar af fundunum þar sem félögin eru m.a. borin saman: Morgunverðarfundir 2018 - Kynningarefni á glærum 

KYNNINGARBÆKLINGUR TIL FÉLAGSMANNA
Félagsmönnum verður sendur bæklingur ásamt bréfi frá formanni  en hér er hægt að nálgast hann rafrænt (in English)

KYNNING Á VINNUSTAÐAFUNDUM (höldnum frá  september til nóvember 2018) sjá glærur 
Félagið hefur skipulagt 34 fundi út á vinnustöðum fram að atkvæðagreiðslu. Einnig verða haldnir opnir félagsfundir á Grettisgötu 89, 1. hæð, mánudaginn 5. nóvember, fyrri fundur verður kl. 16.30 og seinni fundur kl. 18.

Hugmyndir frá sameiginlegum fundi  fulltrúa St.Rv. og trúnaðarmanna SFR. Útlínur nýs félags -
Eftirfarandi útfærsla byggir á sameiginlegum fundi trúnaðar- og fulltrúaráða SFR og St.Rv. sem fram fór 29. maí 2018.

Umfjöllun um sameiningu má finna í Blaði stéttarfélaganna sem kom til félagsmanna í byrjun október.