Fræðslutækifæri fyrir fulltrúa og trúnaðarmenn St.Rv.

- Vorönn 2019

Trúnaðarmannanám Félagsmálaskóla alþýðu (FA), St.Rv. og SFR

Námið skiptist upp í 6 lotur og er hver þeirra tveggja daga löng, en hér er hægt að kynna sér þemu hvers hluta. Á haustönn verður boðið upp á hluta 1, 2, 3, 4 og 5. Ekki þarf að taka námskeiðin í ákveðinni röð, því um að gera að skrá sig á það námskeið sem hentar skipulagi hvers og eins.

Félagsmálaskóli alþýðu (FA) er rekinn af BSRB og ASÍ en meginmarkmið skólans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til að gera þá enn betur í stakk búna til að vinna að bættum lífskjörum launafólks. Unnið er eftir námsskrá sem viðurkennd hefur verið af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Trúnaðarmannanámið skiptist upp í sex hluta, kennt er er tvo daga í senn, en samtals er námið 96 kennslustundir. Námsskrá fyrir nám trúnaðarmanna má nálgast hér.

Önnur fræðsla fulltrúa og trúnaðarmanna

Fræðslumorgnar fulltrúa og trúnaðarmanna veturinn 2018-2019,: 

Hér  má nálgast bækling trúnaðarmanna um fræðslu og fundi fyrir haust 2018.

Handbók trúnaðarmanna

Á vef Félagsmálaskóla alþýðu er að finna handbók trúnaðarmanna þar sem fjallað er um trúnaðarmanninn - starf og stöðu, stéttarfélagið - gögn og erindi, kjarasmaninga og kauptaxta, réttindi launafólks, vinnuvernd, samskipti á vinnustað, hagfræði og launafólk, tryggingar, vinnustaðastarf og BSRB. Athugið að handbók fyrir trúnaðarmenn BSRB er neðan við ASÍ handbókina og ennþá neðar má finna hluta handbókarinnar á erlendum tungumálum. 

Fjölbreytt nám fyrir fulltrúa og trúnaðarmenn

Nýliðafræðsla fulltrúa og trúnaðarmanna er 3 kennslustunda námskeið þar sem fjallað er um starfssemi og hlutverk Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar,  hvar má finna upplýsingar um kjör og réttindi. Einnig er farið yfir skyldur kjörinna fulltrúa. Boðið er upp á nýliðafræðslu þegar kosning í fulltrúaráð er lokið og eftir síðan þörfum.

Á fundum fulltrúaráðs sem haldnir eru u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir vetrartímann er algengt að boðið sé upp á fræðsluerindi sem nýtast fulltrúum og trúnaðarmönnum.