Stefna

Stefna

Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar


Leiðarljós félagsins: Réttlæti og jöfnuður 

Hlutverk félagsins: Að gæta hagsmuna félaga sinna og vera í forsvari fyrir þá
Gildi félagsins: Samkennd og samvinna  

Markmið félagsins:

1. Að stuðla að bættum kjörum og réttindum félagsmanna

Leiðir:

 • Forysta félagsins standi vörð um hagsmuni félaga og sé ávallt vakandi yfir því sem gerist í kjara- og réttindamálum á vinnumarkaðinum
 • Forysta félagsins sé í góðum tengslum við félagsmenn
 • Forysta félagsins sé í virkum tengslum við viðsemjendur
 • Samninganefndir séu öflugar og vel undirbúnar
 • Gerð sé regluleg kjarakönnum meðal félaga og kjör borin saman við markaðslaun
 • Aukin samráð og samvinna við launþega og samtök launafólks

2. Að vinna að því að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf

Leiðir:

 • Störf séu metin reglulega og á faglegan hátt
 • Félagið hafi aðkomu að því hvernig störf eru metin
 • Félagið hafi virkt eftirlit með mati á störfum
 • Kynning á starfsmati verði efld til fulltrúa/trúnaðarmann og félaga

3. Að þjónusta félagsins sé framúrskarandi og opin öllum félagsmönnum

Leiðir:

 • Þjónusta á skrifstofu sé aðgengileg öllum félagsmönnum
 • Starfsmenn skrifstofu búi yfir víðtækri þekkingu sem nýtist þeim í starfi
 • Upplýsingar á heimasíðu félagsins séu aðgengilegar og stefnt verði að því að auka upplýsingar á ensku
 • Fulltrúar og trúnaðarmenn búi yfir nauðsynlegri þekkingu og geti miðlað henni til félagsmanna

4. Að félagsmenn þekki félagið og að ímynd þess sé jákvæð

Leiðir:

 • Þátttaka í þjóðfélagsumræðu sem varðar hagsmuni félagsmanna
 • Heimasíða sé aðgengileg og búi yfir réttum upplýsingum
 • Kynningarefni um félagið séu ávallt til og dreift á markvissan hátt
 • Fulltrúar og trúnaðarmenn kynni félagið fyrir félagsmönnum á vinnustað
 • Morgunverðarfundir fyrir félagsmenn séu haldnir reglulega.
 • Að félagið sendi félagsmönnum reglulega fréttir af félagsstarfinu og efni tengt stéttarbaráttunni bæði í blaðaformi og með rafrænu fréttabréfi.
 • Áhersla sé lögð á að ná til allra aldurshópa

5. Að fulltrúar/trúnaðarmenn félagsins séu öflugir og  í góðu sambandi við bæði félagið og félagsmenn

Leiðir:

 • Fulltrúar séu virkir í nefndum félagsins
 • Fulltrúar og trúnaðarmenn fái fræðslu til að sinna starfi sínu
 • Kynningarefni um félagið sé trúnaðarmönnum aðgengilegt t.d. á heimasíðu
 • Deildir félagsins hafi aðgang að fundarsölum félagsins til að hittast og bera saman bækur sínar
 • Að fundir fulltrúaráðs séu markvissir og reglulegir. Fulltrúar  deilda verði hvattir til að koma með innlegg á fulltrúaráðsfundi
 • Að fulltrúar og trúnaðarmenn fái leiðbeinandi vinnureglur um það hvernig skuli starfa og séu hvattir til þess að vera í góðu sambandi við félagsmenn á vinnustað
 • Fundir stjórnar og 1. fulltrúa séu a.m.k. tveir á ári
 • Starfsdagur fulltrúaráðs sé a.m.k. einu sinn á hverju kjörtímabili.

6. Að auðvelda félagsmönnum aðgengi að menntun og fræðslu

Leiðir:

 • Félagið taki virkan þátt í og fylgist með umræðu um starfsþróunar- og starfsmenntamál út á við.
 • Umræða um mikilvægi starfsþróunar- og símenntunaráætlana sé efld innan félagsins og meðal viðsemjenda
 • Sjóðir til starfsþróunar og starfsmenntunar séu efldir
 • Félagið standi fyrir fjölbreyttum námskeiðum og fræðslufundum fyrir félagsmenn
 • Félagsmönnum séu kynntir möguleikar til náms og styrkja

7. Að efla lífsgæði félagsmanna

Leiðir:

 • Boðið sé upp á fjölbreytt val á orlofsmöguleikum s.s. orlofshús, -íbúðir og hótelgistingu víðs vegar um land
 • Möguleikar félagsmanna á ferðalögum innan lands sem utan séu efldir
 • Unnið sé að því að auka möguleika félagsmanna á aðstöðu til tómstundaiðkunar.
 • Með aðild að Styrktarsjóði BSRB sé félagsmönnum veittur fjárhagslegur stuðningur til að ástunda heilbrigt líferni og fyrirbyggja sjúkdóma. Með styrkjum til líkamsræktar, meðferðar hjá viðurkenndum sálfræði eða félagsráðgjöfum, til krabbameinsskoðunar, hjartaverndar, tannviðgerða og fleiri þátta sem tengjast heilsu.
 • Í veikindum félagsmanna sé þeim tryggt í gegn um kjarasamninga og með aðild að Styrktarsjóði réttur til launa í veikindum.

8. Jafnrétti

 • Félagið hafi  jafnrétti að leiðarljósi í öllu starfi sín.
 • Að í öllu félagsstarfi sé stefnt að því að kynjahlutföll séu sem jöfnust.
 • Félagið haldi kynjabókhald um starfsemi sína.
 • Félagið standa vörð um jafnan rétt og jöfn tækifæri kvenna og karla til starfa, starfsþróunar og launa.
 • Launakannanir séu gerðar reglulega þar sem birting gagna taki alltaf tillit til kyns.


Unnið af stjórn, fulltrúaráði og starfsmönnum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar vor og haust 2009. Endurskoðað af stjórn í október 2012 og kynnt í fulltrúaráði í desember 2012. Endurskoðað af stjórn og starfsmönnum í september 2014 kynnt á fulltrúaráðsfundi sama haust.