Þjónusta við atvinnuleitendur

Atvinnuleitandi sem er skráður félagsmaður í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar hefur ýmis réttindi innan félagsins. Atvinnuleitandi sem fær greiðslur frá Vinnumálastofnun er gefinn kostur á því að að velja sér aðild að stéttarfélagi.

Réttindi atvinnuleitenda innan Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar:

 Upplýsingar og ráðgjöf

  • Ráðgjöf á skrifstofu
  • Aðgang að náms- og starfsráðgjöf í samvinnu við Starfsmennt og Vinnumálastofnun
  • Fréttabréf og önnur útsend gögn s.s tímavinnubók, félagsskrírteini með afsláttarbók.

 Námskeið og námsstyrkir

  • Réttur til námsstyrkja í starfsmenntasjóði.
  • Réttur til þess að sækja námskeið sem félagið býður upp á félagsmönnum að kostnaðarlausu „Gott að vita“ námskeið.
  • Námskeið sérstaklega ætluð atvinnuleitendum á vegum Starfsmenntar.

 Orlofsmál 

  • Atvinnuleitendur eiga jafnan rétt og aðrir félagsmenn á leigu orlofshúsa og íbúða félagsins
  • Aðrir orlofskostir sem eru í boði á hverjum tíma s.s. Flugávísanir, tilboðum á hótel miðum og miða í Hvalfjarðargöngin.

 Styrktarsjóður

  • Atvinnuleitendur hafa ákveðinn rétt í Styrktarsjóð BSRB, sem styrkir ýmislegt  á sviði heilsueflingar, endurhæfingar, sjálfshjálpar og forvarnir gegn sjúkdómum. Réttur til sjúkradagpeninga mun taka gildi um áramótin 2010/2011.

 

Stjórn félagsins vill láta sig varða þennan hóp innan félagsins og styðja við hann á þann hátt sem best nýtist. Við bendum þér á að hafa samband við skrifstofu félagsins ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar um það hvernig félagið getur stutt við hóp atvinnuleitenda innan félagsins.

Skrifstofa Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er til húsa á Grettisgötu 89, 4 hæð, sími 525-8330 veffang: strv.is . Skrifstofan er opin alla virka daga milli klukkan 9 og 16.  Við leggjum metnað okkar í að taka vel á móti félagsmönnum okkar og bjóðum ykkur velkomin á skrifstofu félagsins.