Fréttir

Styrkur St.Rv. til BHM í verkfalli

29 maí 2015

Garðar Hilmarsson formaður St.Rv. heimsótti samninganefnd BHM sem var á fundi í húsi Ríkissáttasemjara í dag. Þar lýsti hann yfir stuðningi við aðgerðir BHM.

Styrkur St.Rv. til BHM í verkfalli

Hvernig búum við til fjölskylduvænna samfélag?

26 maí 2015

Jafnréttisnefnd BSRB boðar til morgunverðarfundar á Grettisgötu 89, þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 8:30-10:00 undir yfirskriftinni: Hvernig búum við til fjölskylduvænna samfélag? Í upphafi fundar fjallar Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB um tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, mun vera með hugleiðingar um hvað felst í fjölskylduvænna samfélagi.

Viðtal við verðlaunahafa

18 maí 2015

Nú er komið út myndband með viðtölum við verðlaunahafa í Stofnun ársins Borg og Bær auk viðtals við formann Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Yfirlýsing um orlofsuppbót

18 maí 2015

Reykjavíkurborg hefur gefið út yfirlýsingu um greiðslu orlofs þann 1. júní nk. til þeirra starfsmanna Reykjavíkurborgar sem taka laun samkvæmt kjarasamningum sem runnið hafa út og ekki endurnýjaðir.

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga

13 maí 2015

Verður haldinn þriðjudaginn 26. maí kl. 16.30 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89. Á dagskrá verða venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins auk annarra mála löglega upp bornum.

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar

12 maí 2015

Verður haldinn miðvikudaginn 27. maí kl. 16.00 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89. Allir sjóðsfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta.

Eldri fréttir

Kynningarmyndband STRV

This video in english, click here.

Dagatal

« maí 2015 »
sun. mán. þri. mið. fim. fös. lau.
1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31

Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni

Veffréttabréf

Hafa samband

Upplýsingar


Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar
Grettisgötu 89
105 Reykjavík
strv.is
strv@bsrb.is
525 8330
kt. 620269-2989