27 nóv. 2013

Aðventukvöld 5. desember

Aðventukvöld St.Rv. og SFR verður haldið fimmtudaginn 5. desember, kl. 20:00 að Grettisgötu 89, 1. hæð.

Boðið verður upp á sannkallaða aðventustemmingu með heitu súkkulaði og smákökum undir ljúfum upplestri úr nokkrum nýjum jólabókum.

Þeir rithöfundar sem munu lesa upp eru Kristjana Guðbrandsdóttur en hún mun lesa upp úr bókinni Von sem er byggð á sögu Amal Tamini, Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir mun lesa upp úr bók sinni Stúlka með maga og Ragnar Jónasson les upp úr bók sinni Andköf.

undefined

undefined

undefined