12 2013

Áramótaávarp formanns BSRB

30 des. 2013

Á heimasíðu BSRB er birt áramótaávarp Elínar Bjargar Jónsdóttur formanns BSRB. Þar fjallar hún m.a. um gerð mikilvægi þess að vanda til verka við gerð kjarasamninga til lengri tíma og hversu mikilvægt er að gera körlum kleift að verja auknum tíma með fjölskyldum sínum með sveigjanlegri og fyrirsjáanlegri vinnutíma, mikilvægi á góðu samspil fjölskyldu og atvinnulífs og hvernig jafnræði á heimilum fólks skilar sér í auknu jafnrétti á vinnumarkaði.

Kjarasamningar

23 des. 2013

Nú hafa ASÍ og SA undirritað kjarasamning. Um er að ræða aðfararsamning sem felur í sér 2,8% launahækkun. Launataxtar munu að lágmarki hækka um 8.000 kr en launataxtar undir 230.000 munu hækka um 1.750 kr.

Vel heppnað jólaball

20 des. 2013

Hér koma nokkrar myndir frá jólaballi félagsins sem var haldið í samvinnu við SFR. Prúðbúnir félagsmenn og börn voru mætt og ekki vantaði jólasveinana.

Blað stéttarfélaganna er komið út

10 des. 2013

Í blaðinu að þessu sinni er Andri Snær Magnason með pistil. Fjallað er um samningaviðræður, starfsmat og þróun þess auk margra áhugaverðra mála.