23 des. 2013

Kjarasamningar

Nú hafa ASÍ og SA undirritað kjarasamning. Um er að ræða aðfararsamning sem felur í sér 2,8% launahækkun. Launataxtar munu að lágmarki hækka um 8.000 kr en launataxtar undir 230.000 munu hækka um 1.750 kr. umfram það á mánuði. Aðfararsamningurinn er til 12 mánaða og á því tímabili munu aðilar undirbúa gerð langtímasamnings sem tryggja á meiri stöðugleika. Ekki eru öll félög ASÍ þó sátt við samninginn.

Kjarasamningar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við Reykjavíkurborg, Strætó bs og Faxaflóahafnir eru lausir í lok janúar og eru viðræður þegar hafnar við Reykjavíkurborg. Kjarasamningur við Orkuveituna hefur verið laus frá síðustu mánaðarmótum og munu viðræður væntanlega fara aftur af stað fljótlega eftir hátíðir.

Fram hefur komið innan vébanda BSRB að samningur ASÍ og SA verði ekki fyrirmynd að samningum opinberra starfsmanna. Meðal annars hefur verið sett fram mjög sterka krafa um að laun á almennum markaði og laun opinberra starfsmanna verði samræmd. Munurinn er allt of mikill og við viljum að tekin verði skrefi í þá átt að draga úr honum.