02 2016

Skýr andstaða við einkavæðingu

26 feb. 2016

BSRB áréttar fyrri ályktanir. "Heilsa fólks og heilbrigði getur aldrei orðið eins og aðrar vörur á markaði. Því leggst stjórn BSRB alfarið gegn áformum heilbrigðisráðherra um einkavæðingu heilsugæslustöðva.

Fræðslufundur um starfslok

25 feb. 2016

Fræðslufundur fyrir þá sem eru að nálgast starfslok er haldinn á vegum BSRB  þriðjudaginn 15. mars  klukkan 13 - 16.30 að Grettisgötu 89 1 hæð. Allir félagsmenn St.Rv. sem huga að starfslokum eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til undirbúnings.

Fulltrúaráðsfundur

24 feb. 2016

Fulltrúaráð félagsins fundaði í gær, þriðjudaginn 23. febrúar. Farið var yfir verkefni í félagsstarfinu, formaður orlofsnefndar fór yfir starf nefndarinnar hvað yrði í boði í sumar, orlofsnefnd var kynnt.

Fulltrúaráðsfundur

Starfsdagur stjórnar og starfsmanna

17 feb. 2016

Fimmtudaginn 18. febrúar verður þjónusta á skrifstofu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í lágmarki þar sem starfsmenn og stjórn félagsins verða með skipulagsvinnu fjarri skrifstofu. Starfsmaður verður á skrifstofu til að svara brýnum erindum og taka við skilaboðum.

Könnun meðal félagsmanna

17 feb. 2016

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar er á næstu dögum að fara af stað með könnun meðal félagsmanna þar sem spurt er um kjör, aðbúnað á vinnustað og þjónustu félagsins. Það er mikilvægt að þátttaka verði sem allra best til þess að gefa okkur góða mynd af stöðunni.

Félagsmenn hjá Seltjarnarnesbæ

16 feb. 2016

Í upphafi árs 2015 var samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar að koma á samgöngustyrkjum, frítt í Sundlaug Seltjarness og fríkort í Bókasafn Seltjarnarness. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá félagsmönnum okkar og gert vinnuumhverfið jákvæðara og betra.

Frestað til kl. 12 skráningu á Gott að vita

08 feb. 2016

Fresta þarf skráningu vegna tæknilegra örðugleika við skráningu. Reynt er að leysa vandann sem skapaðis í morgun í skráningu. Opnað verður aftur klukkan 12 og vonum við að það gangi betur.

Mikið álag á skráningarsíðu Gott að vita

08 feb. 2016

Núna klukkan 10 var skráning að hefjast á Gott að vita námskeiðin hjá félaginu. Verið er að nota nýtt skráningakerfi en því miður er álagið svo mikið á skráninguna að það koma meldingar um að ekki sé búið að opna fyrir skráningu, en það er ekki raunin heldur er þetta út af því álagi sem er á skráninguna.

Gott að vita námskeið fyrir félagsmenn

01 feb. 2016

St.Rv. býður félagsmönnum sínum upp á fjölbreytt námskeið undir hatti Gott að vita í samstarfi við St.Rv.. Að þessu sinni er hægt að læra sund, djúpslökun, bókagerð, umbúðalæsi og golf svo eitthvað sé nefnt.

Blað stéttarfélaganna

01 feb. 2016

Blað stéttarfélaganna er að koma úr prentun og verður dreift til félagsmanna næstu daga. Í blaðinu má meðal annars finna alla dagskrá Gott að vita námskeiðanna á vorönn, upplýsingar um páskaúthlutun orlofshúsa, umfjöllun um SALEK samkomulagið og jöfnun lífeyrissjóðsréttinda.