06 2016

Skrifstofa á Akranesi

28 jún. 2016

Skrifstofa St.Rv. á Akranesi verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 30. júní. Opnað verður aftur 2. ágúst. Félagsmenn á Akranesi hafi því vinsamlega samband við skrifstofu í Reykjavík í síma 525-8330.

Dagleiguhús á Úlfljótsvatni losnaði

28 jún. 2016

Orlofshús á Úlfljótsvatni var að losna, húsið er í svokallaðri dagleigu þannig að hægt er að taka dag eða daga að leigu. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Nýtt nafn á lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga

27 jún. 2016

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga. Sjóðurinn hefur einnig opnað nýja heimasíðu, lifbru.is.Lífeyrissjóðurinn ávaxtar lífeyri starfsmanna hjá sveitarfélögunum eins og nafnið gefur til kynna.

Nýtt nafn á lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga

Lausar vikur í orlofshús

23 jún. 2016

Vekjum athygli á því að félagsmenn geta leigt laus orlofshús um helgina eða alla næstu viku á Eiðum, í Hrísey og Huldulundi í Aðaldal. Fyrstir koma fyrstir fá. Spá fyrir Egilstaði Lau 25.jún  kl.

Úthlutun styrkja

23 jún. 2016

Vegna sumarleyfa starfsmanna verða ekki greiddir út styrkir úr Starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóði og Vísindasjóði fyrr en í fyrsta lagi í lokaviku júlí. Við vonum að þetta komi félagsmönnum ekki illa.

Kjarasamningur undirritaður við Félagsbústaði

22 jún. 2016

Kjarasamningur var undirritaður við Félagsbústaði í dag. Samningurinn  gildir til 31. mars 2019. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna sem starfa hjá félagsbústöðum stendur yfir til 29. júní 2016 á vinnustað.

Kjarasamningur undirritaður við Félagsbústaði

Laust í Súðavík í júlí

22 jún. 2016

Nú gefst félagsmönnum tækifæri til þess að skoða undurfagra Vestfirði í júlí. Það eru enn lausar vikur í íbúð sem félagið hefur í leigu í Súðavík. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Laust í Súðavík í júlí

Opnað fyrir helgarleigu

10 jún. 2016

Nú hefur verið opnað fyrir helgarleigu í orlofshús félagsins sem eru laus fyrir helgina sem er að ganga í garð. Enn eru orlofshús víðsvegar um land og íbúð á Akureyri laus í júní.

Opnað fyrir helgarleigu

Blað stéttarfélaganna komið úr prentun

08 jún. 2016

Nú er Blað stéttarfélaganna á leið til félagsmanna. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um niðurstöður í "Stofnun ársins" 2016, Rimaskóli er heimsóttur, Saga Kjartansdóttir fjallar um hlutastörf auk þess eru fréttir af félagsstarfinu.

Blað stéttarfélaganna komið úr prentun