2017

Samkomulag um launaþróunartryggingu

22 des. 2017

Samkomulag um launaþróunartryggingu opinberra starfsmanna sem eru í BSRB var undirritað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær. Laun félaga í aðildarfélögum BSRB sem starfa hjá ríkinu munu hækka um að meðaltali 1,3 prósent vegna samkomulagsins og laun félaga í ASÍ sem starfa hjá ríkinu um 1,6 prósent.

Samkomulag um launaþróunartryggingu

Dagbókin fyrir 2018 er tilbúin á skrifstofu

21 des. 2017

Nú geta félagsmenn komið á skrifstofuna og fengið gefins dagbók fyrir 2018. Einnig er hægt að hafa samband og óska eftir að hún verði send í pósti til félagsmanna.

Dagbókin fyrir 2018 er tilbúin á skrifstofu

Blað stéttarfélaganna fer í dreifingu milli jóla og nýárs

21 des. 2017

Desemberútgáfa af Blaði stéttarfélaganna er aðeins með seinni skipunum í ár og verður dreift til félagsmanna milli jóla og nýárs. Í blaðinu má meðal annars finna frásögn frá stefnufundi trúnaðarmanna SFR og fulltrúa St.

Blað stéttarfélaganna fer í dreifingu milli jóla og nýárs

Fulltrúaráð fundar

15 des. 2017

Miðvikudaginn 13. desember fundaði fulltrúaráð St.Rv. Garðar Hilmarsson sagði meðal annars frá Bjargi íbúðafélagi en nú er verið að vinna að úthlutunarreglum fyrir íbúðir og félagsmenn í aðldarfélögum BSRB og ASÍ eiga rétt á að sækja um leigíbúðir í þessu nýja kerfi.

Fulltrúaráð fundar

Jólaball

15 des. 2017

Jólaball St.Rv. og SFR var haldið síðastliðinn laugardag í Gullhömrum við mikla gleði viðstaddra, að venju. Það var uppselt á ballið. Jólasveinar, dans í kring um jólatré og dýrðlegar veitingar.

Jólaball

Uppselt á jólaball St.Rv. og SFR

08 des. 2017

Nú þegar sólahringur er í að sameiginlegt jólaball St.Rv. og SFR verður haldið í Gullhömrum hafa allir miðarnir selst upp. Við þökkum félagsmönnum þann mikla áhuga sem þeir hafa sýnt jólaballinu og hlökkum til að sjá alla í hátíðarskapi á morgun.

Jólaball St.Rv. og SFR laugard. 9. des. kl. 14:00

04 des. 2017

Hið árlega jólaball St.Rv. og SFR verður haldið í Gullhömrum laugardaginn 9. desember kl. 14:00-16:00. Miðar eru seldir á skrifstofu St.Rv. sem er opin frá kl 9:00 til 16:00 alla virka daga. Hver miði kostar 700 kr.

Jólaball St.Rv. og SFR laugard. 9. des. kl. 14:00

Desemberuppbót skal greiða í byrjun desember

30 nóv. 2017

St.Rv. vill vekja athygli félagsmanna á að nú í byrjun desember ber atvinnurekendum að greiða desemberuppbætur samkvæmt ávinnslu starfsmanna á árinu 2017. Fullar desemberuppbætur eru eftirfarandi: Launagreiðandi 2017 Faxaflóahafnir 94.300 kr.

Stefnufundur

29 nóv. 2017

Fulltrúar og trúnaðarmenn St.Rv. og SFR héldu sameiginlegan stefnufund á Grand hótel í gær. Alls komu þar saman rúmlega 120 manns sem eru virkir í trúnaðarmannastörfum fyrir félögin. Á fundinum kynnti Gylfi Dalmann dósent við Háskóla Íslands greinargerð um hagkvæmni aukins samstarfs eða sameiningar félaganna sem hann vann fyrir félögin.

Stefnufundur

Huggulegt á aðventukvöldi

27 nóv. 2017

Það var mættur góður hópur félagsmanna St.Rv. og SFR á aðventukvölda félaganna. Boðið var upp á heitt súkkulaði og smákökur og þrír rithöfundar mættir til þess að lesa upp úr áhugaverðum bókum sínum. Ebba Dís Arnarsdóttir 16 ára söngnemi í Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz söng nokkur jólalög.

Huggulegt á aðventukvöldi