04 sep. 2017

Vottun á námi Stuðningsfulltrúa

Námskráin Fagnám í umönnun fatlaðra, sem byggir á námskránum Starfsnám stuðningsfulltrúa I og II, hefur hlotið vottun Menntamálastofnunar sem viðurkennd námskrá innan framhaldsfræðslunnar. Námið spannar 324 klukkustundir og er mögulegt að meta það til 16 eininga á framhaldsskólastigi. Nýja námskráin tekur bæði til grunnnáms og framhaldsnáms stuðningsfulltrúa, en náminu var tvískipt skv. eldra fyrirkomulagi.

Sjá nánar á vef Menntamálastofnunar og frekari lýsingu á náminu á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífs