25 jan. 2018

Vilt þú skrá þig á morgunverðarfund?

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar verður á næstu vikum með fundi með félagsmönnum til þess að eiga umræðu við félagsmenn um hugsanlega sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR -stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagsmenn St.Rv. sem hafa áhuga á að koma á morgunverðarfund og taka þátt í umræðunni eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna í síma 525-8330 eða á strv@@bsrb.is

Fundirnir eru haldnir á Grettisgötu 89, 1 hæð og fara fram á milli kl. 8.10 - 10.00

Næstu fundir verða:

  • Fimmtudaginn 8. febrúar
  • Þriðjudagurinn 13. febrúar
  • Fimmtudaginn 22. febrúar
  • Þriðjudagurinn 27. febrúar
  • Miðvikudaginn 7. mars