02 2018

Kosning til stjórnar fer fram 7.-8. mars 2018

22 feb. 2018

Á fundi kjörstjórnar St.Rv. í gær var ákveðið að kosning til stjórnar fari fram dagana 7.-8. mars 2018. Kosið verður rafrænt á heimasíðu St.Rv. með Íslykli eða rafrænum skilríkjum auk þess sem félagsmenn verða velkomnir á skrifstofuna að Grettisgötu 89, þar sem hægt verður að kjósa með kjörseðli.

Morgunverðarfundur

22 feb. 2018

Í morgun var fjölmennur morgunverðarfundur með félagsmönnum St.Rv. þar sem fram fórt umræðu um hugsanlega sameining félaga. Það er Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu.

Morgunverðarfundur

Vinnustaðaheimsókn

22 feb. 2018

Fulltrúar frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar áttu ánægjulega heimsókn á Bygginga- og umhverfissvið Seltjarnarnesbæjar í gær. Margt bar á góma í heimsókninni. Meðal efnis sem var rætt auk þess að tela um þjónusta félagsins var tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, þátttaka í Stofnun ársins Borg og Bær og morgunverðarfundir þar sem fjallað er um hugsanlega sameiningu við SFR stéttarfélag í almannaþjónustu.

Vinnustaðaheimsókn

Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá Brú lífeyrissjóði

19 feb. 2018

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 21. febrúar nk.

Skrifstofa á Akranesi

19 feb. 2018

Skrifstofa á Akranesi verður lokuð þriðjudaginn 20. og fimmtudaginn 22. febrúar. Vegna orlofs starfsmanns. En skrifstofan verður svo opin í næstu viku. En félagsmenn á Akranesi geta leitað nú sem endranær til skrifstofunnar í Reykjavík.

Framboð til stjórnar St.Rv.

09 feb. 2018

Í dag föstudaginn 9. febrúar kl. 16.00 rann út framboðsfrestur til stjórnarkjörs í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Eitt framboð barst frá Bryngeiri A. Bryngeirssyni sem starfar á frístundaheimili sem tilheyrir Gufunesbæ.

Samtal við #metoo konur - hvað getum við gert?

01 feb. 2018

Heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands bjóða #metoo konum til samtals um næstu skref laugardaginn 10. febrúar. Á fundinum er ætlunin að móta tillögur að næstu skrefum og aðgerðum stéttarfélaga og heildarsamtaka launafólks vegna #metoo byltingarinnar.

Uppstilling til stjórnar St.Rv.

01 feb. 2018

Uppstillinganefnd Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hefur gert eftirfarandi tillögur um félagsstjórn til næstu tveggja ára. Formaður: Garðar Hilmarsson.  Sjórn til tveggja ára: Herdís Jóhannsdóttir, Ingibjörg  Sif  Fjeldsted, Ingveldur Jónsdóttir, Rut Ragnarsdóttir og Sigrún Helga Jónsdóttir.