09 feb. 2018

Framboð til stjórnar St.Rv.

Í dag föstudaginn 9. febrúar kl. 16.00 rann út framboðsfrestur til stjórnarkjörs í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Eitt framboð barst frá Bryngeiri A. Bryngeirssyni sem starfar á frístundaheimili sem tilheyrir Gufunesbæ. Aðrir frambjóðendur sem stillt var upp af uppstillingarnefnd og bjóða sig fram til næstu 2ja ára eru Herdís Jóhannsdóttir, Ingibjörg  Sif  Fjeldsted, Ingveldur Jónsdóttir, Rut Ragnarsdóttir og Sigrún Helga Jónsdóttir. Allsherjaratkvæðagreiðsla til stjórnar mun fara fram á næstunni og verður það kynnt fljótlega.