30 maí 2018

Hugmyndavinna á fundi fulltrúa og trúnaðarmanna

Stór hópur fulltrúa og trúnaðarmanna St.Rv. og SFR mættust á vinnufundi í gær á Grandhóteli og ræddu hugmyndir og ábendingar varðandi mótun nýs sameinaðs félags. Eftir kynningu á verkefninu frá formönnum félaganna var unnið í hópum en Lárus Ýmir Óskarsson stýrði þeirri vinnu. Það var góður andi á fundinum og vinnu miðaði mjög vel og hópurinn vinnusamur. Framhaldið er að  safna saman hugmyndunum frá þessum fundi og fyrri fundum fulltrúa og trúnaðarmanna auk efnis sem fram kom félagsmönnum sem setið hafa fjölmarga morgunverðarfundi félaganna. Í haust fer svo fram  ítarleg kynning á hugmyndinni áður en til allsherjar atkvæðagreiðslu kemur. 

gh.jpg

IMG_1829.JPG

IMG_1841.JPG

IMG_1832.JPG

IMG_1783.JPG