11 maí 2018

Mannauðsstyrkur veittur

Eva Sigrún Guðjónsdóttir meistaranemi í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands hlaut styrk til að skrifa meistararitgerð sem tekur mið af málefnum sem tengjast könnuninni um val á Stofnun ársins. Í ritgerðinni verður m.a. rannsakað hvort markviss vinna í tengslum við vinnustaðamenningu hafi áhrif á niðurstöður Stofnunar ársins og hvort innra markaðsstarf ýti undir starfsánægju innan stofnana sem taka þátt í könnuninni.

Styrkurinn er veittur í tilefni af Stofnun ársins og er þetta í fyrsta sinn sem það er gert. Með þessu vilja félögin leggja sitt af mörkum til þróunar mannauðsmála og miklar væntingar eru gerðar til rannsóknarvinnunnar. Eva Sigrún Guðjónsdóttir mun kynna niðurstöður sínar að ári, á mannauðsdegi félaganna þegar næstu Stofnanir ársins verða kynntar. Við óskum henni hjartanlega til hamingju með styrkinn.