09 2018

Gott að vita námskeið

28 sep. 2018

Skráning á „Gott að vita námskeið“ fyrir félagsmenn hefst á mánudaginn, 1. október kl. 17. Boðið er upp á fjölbreytt námskeið, þannig að flestir ættu að geta fundið eitthvað sem vekur áhuga.  Hægt er að sjá dagskrána á vef félagsins.

Kynningarfundir á vinnustöðum

24 sep. 2018

Nú hafa verið skipulagðir um 30 vinnustaðafundir þar sem fram fer kynning á væntanlegri atkvæðagreiðslu um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags. Fundir hafa nú þegar verið í Foldaskóla, frístundaheimilinu Frostheimum og í morgun var fundur með félagsmönnum á Höfuðborgarstofu og söfnum.

Kynningarfundir á vinnustöðum

Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum

20 sep. 2018

Formannaráð BSRB fordæmir harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og launakjör þeirra sem eru í engu samræmi við raunveruleika íslensk launafólks. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi ráðsins nú rétt fyrir hádegi.

Atkvæðagreiðsla um sameiningu félaga

20 sep. 2018

Opnuð hefur verið sérstök vefsíða með kynningarefni vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu St.Rv. og SFR sem fram fer 6- 9 nóvember. Haldnir verða fjölmargir vinnustaðafundir á næstu vikum. Nú þegar höfum við skipulagt slíka fundi á yfir 20 stöðum.

Atkvæðagreiðsla um sameiningu félaga

Icelandair gjafabréf

14 sep. 2018

Gildistími gjafabréfa í flug frá Icelandair breytast nú á þeim bréfum sem keypt eru héðan í frá og verður 5 ára gildistími í stað 2 ára gildistíma áður.

Viltu fara norður

14 sep. 2018

Íbúðir Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar á Akureyri eru lausar um helgina. Hægt er að ganga frá bókun á orlofsvef http://orlof.is/strv/. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Er ekki upplagt að skella sér í bústað!

07 sep. 2018

Vekjum athygli á því að það er laust í bústaði bæði á Úlfljótsvatni og í Munaðarnesi um helgina.Hægt er að ganga frá pöntun í gegn um orlofsvef félagsins og drífa sig af stað eftir vinnudaginn.

Framboð til formanns BSRB

05 sep. 2018

Fram kemur á Vísi að Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, gefur kost á sér til formennsku á þingi bandalagsins sem fram fer í október. Elín Björg Jónsdóttir, sem verið hefur formaður BSRB undanfarin níu ár, tilkynnti stjórn í júní að hún hygðist stíga til hliðar á fyrrnefndu þingi.

Framboð til formanns BSRB

Baráttan um heilbrigðiskerfið

05 sep. 2018

BSRB leggur mikla áherslu á að heilbrigðiskerfið sé rekið af hinu opinbera á réttlátan hátt fyrir skattfé landsmanna. Rannsóknir sýna að þar talar bandalagið fyrir hönd þorra þjóðarinnar. Þrátt fyrir það er vaxandi þrýstingur á stjórnvöld að auka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.