05 sep. 2018

Framboð til formanns BSRB

Fram kemur á Vísi að Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, gefur kost á sér til formennsku á þingi bandalagsins sem fram fer í október. Elín Björg Jónsdóttir, sem verið hefur formaður BSRB undanfarin níu ár, tilkynnti stjórn í júní að hún hygðist stíga til hliðar á fyrrnefndu þingi.

Sonja staðfestir framboð sitt á Vísi en kosið verður á þinginu sem fram fer 17. til 19. október. Sonja hefur starfað sem lögfræðingur bandalagsins síðastliðinn áratug og segist í starfi sínu hafa unnið ötullega að fjölmörgum af stærstu stefnumálum BSRB.

Sjá frétt