27 nóv. 2018

Notarlegt aðventukvöld

Aðventukvöld St.Rv. og SFR var haldið á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og var það ágætlega sótt. Þar spilaði og söng Svavar Knútur fjölmörg lög og rithöfundarnir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Þórdís Gísladóttir og Lilja Sigurðardóttur lásu upp úr nýjum bókum sínum sem reyndust hver annarri forvitnilegri. Þetta var notalegt kvöld og fyrir okkur mörg markar aðventukvöld félaganna nokkurs konar upphaf að jólaaðventunni. Við þökkum listamönnunum kærlega fyrir skemmtunina og ekki síður félagsmönnum sem deilu með okkur notalegri kvöldstund.