02 jan. 2019

Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 2019

Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 2019 verður haldinn laugardaginn 26. janúar 2019 kl. 11.30 á Hilton Nordica hóteli, 2. hæð salur I.
Í allsherjaratkvæðagreiðslu 9. nóvember 2018 var samþykkt að sameina Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélag. Stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar boðar hér með til aðalfundar í samræmi við ákvörðun félagsmanna.
Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 26. janúar 2019, kl. 11.30, á Hilton Nordica hóteli. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 13. gr. laga félagsins auk þess sem stjórn félagsins mun leggja fram tillögu um lagabreytingar vegna sameiningarinnar. Tillagan mun liggja fyrir á skrifstofu félagsins 10 dögum fyrir aðalfundinn.
Reikningar félagsins og ársskýrsla liggja ekki fyrir. Stjórn félagsins gerir því ráð fyrir að fresta þurfi afgreiðslu tiltekinna mála til framhaldsaðalfundar.