Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Stytting vinnuvikunnar haft jákvæð áhrif

19 okt. 2018

Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan starfsmanna, gert starf á vinnustöðum markvissara og dregið úr veikindum. Þetta kom fram í erindi Arnars Þórs Jóhannessonar, sérfræðings hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri, á 45. þingi BSRB.

Stytting vinnuvikunnar haft jákvæð áhrif

Námskeið um lífeyrismál við starfslok

16 okt. 2018

Boðið verður upp á námskeið um lífeyrismál við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar miðvikudaginn 17. október næst komandi.

Launakönnun

12 okt. 2018

Nú má finna greinagóðar upplýsingar hér um niðurstöður launakönnar sem gerð var í mars sl. meðal félagsmanna. Niðurstaðan gefur ákveðnarvísbendingar um að kynbundinn launamunur, sem var í sögulegu lágmarki í síðustu könnun, aukist nú.

Blað stéttarfélaganna

12 okt. 2018

Nú ætti Blað stéttarfélaganna að vera að koma til félagsmanna. Blaðið er stútfullt að af efni. Þar er  meðal annars fjallað um atkvæðagreiðsu um sameiningu félaganna og efni sem er ætlað til þess að auðvelda félagsmönnum að taka ákvörðun um hvernig þeir vilji að mál þróist.

Blað stéttarfélaganna

Gott að vita námskeið

28 sep. 2018

Skráning á „Gott að vita námskeið“ fyrir félagsmenn hefst á mánudaginn, 1. október kl. 17. Boðið er upp á fjölbreytt námskeið, þannig að flestir ættu að geta fundið eitthvað sem vekur áhuga.  Hægt er að sjá dagskrána á vef félagsins.

Kynningarfundir á vinnustöðum

24 sep. 2018

Nú hafa verið skipulagðir um 30 vinnustaðafundir þar sem fram fer kynning á væntanlegri atkvæðagreiðslu um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags. Fundir hafa nú þegar verið í Foldaskóla, frístundaheimilinu Frostheimum og í morgun var fundur með félagsmönnum á Höfuðborgarstofu og söfnum.

Kynningarfundir á vinnustöðum

Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum

20 sep. 2018

Formannaráð BSRB fordæmir harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og launakjör þeirra sem eru í engu samræmi við raunveruleika íslensk launafólks. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi ráðsins nú rétt fyrir hádegi.

Atkvæðagreiðsla um sameiningu félaga

20 sep. 2018

Opnuð hefur verið sérstök vefsíða með kynningarefni vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu St.Rv. og SFR sem fram fer 6- 9 nóvember. Haldnir verða fjölmargir vinnustaðafundir á næstu vikum. Nú þegar höfum við skipulagt slíka fundi á yfir 20 stöðum.

Atkvæðagreiðsla um sameiningu félaga

Icelandair gjafabréf

14 sep. 2018

Gildistími gjafabréfa í flug frá Icelandair breytast nú á þeim bréfum sem keypt eru héðan í frá og verður 5 ára gildistími í stað 2 ára gildistíma áður.

Viltu fara norður

14 sep. 2018

Íbúðir Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar á Akureyri eru lausar um helgina. Hægt er að ganga frá bókun á orlofsvef http://orlof.is/strv/. Fyrstur kemur fyrstur fær.