Kannanir

St.Rv. hefur tekið þátt í launakönnum í samstarfi við Gallup (áður Capacent/Gallup) undanfarin ár. Könnunin er framkvæmd í febrúar ár hvert og er viðamesta könnun á vinnuumhverfi í íslenskum stofnunum - þar sem bæði SFR og VR eru með kannanir framkvæmdar af sama aðila á sama tíma auk þess hefur Starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins tekið þátt í könnuninni fyrir alla sína starfsmenn.  Mikilvægt er fyrir stéttarfélög að fylgjast með launaþróun og er launakönnun ein aðferð til þess og fæst með niðurstöðum þeirra mikilvægt tækifæri til að bera saman þróunina á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera. Launakönnunin er birt í september ár hvert.

Samhliða launakönnun veljum við Stofnun ársins Borg og Bær og er niðurstaða úr því vali kynnt í maí ár hvert.
Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni  St.Rv.,  VR. og SFR.