Kjaramál

Helsta verkefni St.Rv. er að berjast fyrir bættum kjörum og atvinnuöryggi félagsmanna. Á sama tíma hefur baráttan fyrir margs konar réttindamálum einnig farið fram á vettvangi heildarsamtakanna, BSRB.

Samkvæmt lögum félagsins verða þeir sem taka laun eftir kjarasamningum félagsins sjálfkrafa félagsmenn þess og greiða félagsgjöld  til þess.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar gerir kjarasamninga við eftirfarandi vinnuveitendur:

REYKJAVÍKURBORG

AKRANESKAUPSTAÐUR

SELTJARNARNESKAUPSTAÐUR

STRÆTÓ BS.

ORKUVEITA REYKJAVÍKUR

FAXAFLÓAHAFNIR

FÉLAGSBÚSTAÐIR

INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA

RÍKISSJÓÐUR

SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS