Fæðingar- og foreldraorlof

Upplýsingar um fæðingar- og foreldraorlof

  • Umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Vinnumálastofnunar en fylla þarf út eftirfarandi:
    • Tilkynning um fæðingarorlof (opinberir starfsmenn).
    • Umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og/eða fæðingarstyrk.
    • Vottorð launagreiðanda um ráðningarkjör vegna greiðslna úr Styrktarsjóði BSRB  
FÉLAGSAÐILD Í FÆÐINGARORLOFI - MUNA AÐ SETJA X-ið!
Þegar sótt er um úr Fæðingarorlofssjóði þarf að fylla út umsókn hjá Tryggingastofnun ríkisins. Á umsóknareyðublaðinu eru reitir þar sem umsækjandi er beðinn um að setja x þar sem það á við, m.a. hvort viðkomandi óski eftir því að stéttarfélagsgjöld verði dregin frá greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Þeir sem merkja x við þann reit teljast félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi.

Réttarstaða þeirra sem ekki kjósa að krossa í þennan reit er hins vegar sú að þeir teljast ekki félagsmenn á meðan fæðingarorlofi stendur og missa því rétt úr styrktar- og sjúkrasjóði, orlofssjóði og starfsmenntunarsjóði.