Hótelmiðar

ÍSLANDSHÓTEL

Félagsmönnum bjóðast niðurgreiddir miðar á Íslandshótel (áður Fosshótel). Nánari upplýsingar og kaup á miðum er á orlofsvef félagsins.
Ráðlegt er að bóka með fyrirvara. Við pöntun skal koma fram að greitt verði með gistimiða, bókanir teknar eingöngu í gegn um síma eða á bokun@fosshotel.is

Nánari upplýsingar er að fá í síma 562 4000 eða á heimasíðunni http://www.fosshotel.is/is


EDDUHÓTEL

Félagsmenn St.Rv. geta keypt gistimiða á Edduhótel yfir sumartímann. Edduhótel eru hringinn í kring um landið. Gestir sjá sjálfir um að bóka gistingu. Gistimiðar félagsins gilda fyrir tveggja manna herbergi m/handlaug. Félagsmenn eru hvattir til að panta gistingu með góðum fyrirvara. Börn 5 ára og yngri fá frían mat ef þau panta það sama og foreldrar. Börn 6-12 ára greiða ½ gjald fyrir mat ef þau panta það sama og foreldrar.

Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 444 4000 og edda@hoteledda.is. Upplýsingar um hótelin má einnig fá á vef  www.hoteledda.is.

Félagar geta keypt hótelmiða á orlofsvef félagsins. Miðarnir verða til sölu á vefnum. Hver félagsmaður getur keypt mest 7 miða.