Skráning í sumarferð eftirlaunahóps 2018

Ferð um Reykjanesið fimmtudaginn 21. júní n.k.undir leiðsögn Harðar Gíslasonar, þar sem skoðaðir verða ótrúlega áhugaverðir, fallegir og sögulegir staðir í næsta nágrenni við Höfuðborgarsvæðið.

Brottför kl. 09:00 frá Grettisgötunni
Áætluð heimkoma kl 21:30 – 22:00
Fjöldi þátttakenda  takmarkast við einn langferðabíl

Verð í ferðina eru 7.000 kr.
Innifalið í ferðinni er:  Ferð í langferðabíl með leiðsögn, léttur hádegisverður í Grindarvík, pönnukökukaffi í „Officeraklúbbnum“ á Keflavíkurvelli og kvöldverður í Garðinum. Félagsmönnum er boðið að taka með sér einn gest. Pantanir hér á heimasíðu félagsins eða síma 525-8330

Skráning í ferð 21. júní 2018