Starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóður

Starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóður er ætlaður öllum félagsmönnum og stofnunum og fyrirtækjum, sem greiða í starfsþróunarhluta sjóðsins (þ.e. 0.6%) til endur og símenntunar félagsmanna. Hundruðir styrkja eru veittir árlega til ýmis konar náms. 

Umsóknir eru teknar fyrir á fundi sjóðsstjórnar sem er skipuð 2 fulltrúum frá St.Rv. og 2 fulltrúum frá Reykjavíkurborg. Fundað er 1 sinni í mánuði (nema yfir hásumarið).

Reglur fyrir starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóð.

Úthlutunarreglur sjóðsins hafa verið endurskoðaðar, nýjar úthlutunarreglur tóku gildi 5. júlí 2017. 

EINSTAKLINGAR:

Úthlutunarreglur Starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóðs

  • Umsóknareyðublað fyrir einstaklinga

    Þegar umsókn er fyllt út athugið að ekki má slá inn punkta, kommur, bandstrik eða bókstafi í eftirfarandi hólf: -Upphæð reiknings, -Starfsaldur, -Starfshlutfall. Þar má aðeins slá inn tölustafi. 

STOFNANIR OG FYRIRTÆKI

Úthlutunarreglur fyrir svið og stofnanir